Sveitarstjórnarmenn horfa til framtíðar Aldís Hafsteinsdóttir skrifar 24. október 2019 09:15 Nýlega samþykktu sveitarstjórnarmenn á aukalandsþingi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnarráðherra sem felur í sér stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árið 2019-2023. Er þetta í fyrsta sinn sem slík stefnumörkun kemur fram og því ber að fagna. Sjaldan hefur málefni fengið jafn ítarlega umfjöllun á landsþingi eins og þetta. Niðurstaða fundarins var afgerandi og sýndi glöggt að sveitarstjórnarmenn horfa til framtíðar og sjá þar bæði áskoranir en ekki síður fjölbreytt tækifæri sveitarstjórnarstigsins. Í tillögunni eru sett fram tvö meginmarkmið. Það fyrra lýtur að sjálfbærni sveitarfélaga og lýðræðislegri starfsemi þeirra, en hið síðara að sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga. Jafnframt er lögð fram ítarleg aðgerðaáætlun til næstu fimm ára með 11 skilgreindum aðgerðum sem tryggja eiga framgang markmiða áætlunarinnar.Öflugar sjálfbærar einingar Grunnmarkmið stefnunnar er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi. Til þess að vinna að því markmiði eru tilgreindar ákveðnar forsendur sem snúa bæði að íbúafjölda, fjárhagsstöðu, lýðfræðilegum þáttum og lýðræðisþátttöku íbúa sveitarfélaga. Jafnframt er lögð áhersla á að virða sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga og að landsmenn njóti jafnræðis í þjónustu.Áhrif sameiningartillagna Gerð er tillaga um að lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi verði 250 frá og með árinu 2022. Verði slík tillaga samþykkt þá myndi sveitarfélögum fækka um allt að 14. Einnig er gert ráð fyrir að árið 2026 hafi ekkert sveitarfélag færri en 1.000 íbúa en verði það að veruleika myndi sveitarfélögum fækka um allt að 40. Þá gæti fjöldi sveitarfélaga orðið um 30. Vert er að undirstrika að þessi tillaga ráðherra felur í sér málamiðlun. Því að þótt fámennustu sveitarfélögunum þyki tillagan ganga of langt eru þeir líka margir sem benda á að þótt krafa um að lágmarksíbúafjöldi hækki í áföngum í 1.000 íbúa yrðu slík sveitarfélög áfram fámenn og frekar veik stjórnsýslulega. 5% þjóðarinnar í 40 sveitarfélögum Þegar sveitarfélögin voru flest voru þau 224 en í dag eru þau 72. Sveitarstjórnarstigið hefur því tekið miklum breytingum í gegnum árin. Það hefur aðlagað sig breyttum aðstæðum og lýðfræðilegum breytingum. Í sumum sveitarfélögum, sem áður voru til, býr nú enginn. Í öðrum búa örfáir og enn önnur hafa vaxið og dafnað með þeim hætti sem enginn eða allavega fáir áttu von á. Í 40 sveitarfélögum, eða 55,6%, búa færri en eitt þúsund íbúar. Í þessum 40 sveitarfélögum búa hins vegar innan við 5% þjóðarinnar. Sjö fámennustu sveitarfélögin eru með íbúafjölda á bilinu 40–91 en það fjölmennasta, Reykjavíkurborg, er með tæplega 129 þúsund íbúa. Einungis sjö sveitarfélög eru með fleiri en 10 þúsund íbúa. Nú þegar þingsályktunartillaga ráðherra er komin til umfjöllunar þá verðum við sem þjóð að sýna ábyrgð, horfa til framtíðar og hugsa um það hvað börnin okkar og barnabörn myndu vilja. Þau vilja góða þjónustu og blómlegt líf í byggðunum. Þau horfa ekki á sveitarfélagamörk og munu seint skilja, þegar fram líða stundir, hvers vegna tækifærin voru ekki gripin þegar enn var möguleiki til að snúa við þróun sem að öðrum kosti er óumflýjanleg. Núverandi skipan, þar sem flækjustig í samstarfi sveitarfélaga hefur orðið til þess að færa ákvarðanir frá kjörnum sveitarstjórnum til stjórna byggðasamlaga, getur ekki gengið til framtíðar. Sóknarfæri í byggðamálum Fáir gátu væntanlega ímyndað sér það uppúr miðri síðustu öld að vel rúmlega 80% landsmanna myndu búa í og við höfuðborgarsvæðið. Fáir hefðu séð það fyrir að búsældarlegar sveitir yrðu svo til mannlausar og að blómleg sjávarþorp þyrftu að berjast fyrir tilveru sinni. Þessi veruleiki blasir við okkur í dag. Þetta er þróun sem gefur fullt tilefni til að staldra við og íhuga með hvaða hætti best verður brugðist við. Eru ekki flest sammála um að kyrrstaða er ekki svarið? Að betra sé að snúa vörn í sókn? Það er nauðsynlegt að efla og styrkja sveitarfélög á landsbyggðinni með stækkun þeirra og sameiningum til að takast á við það mikilvæga verkefni að jafna búsetuskilyrði landsmanna. Öflug byggðastefna, sem styrkir nútíma búsetuskilyrði um allt land, verður að ná fótfestu og krafti með sterkum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Þau þurfa að hafa slagkraft til að eflast og veita íbúum sínum góða þjónustu. Landsbyggðin verður að bjóða unga fólkið velkomið og sýna það í verki, m.a. með því að bjóða því þjónustu og aðstæður sem það hefur þörf fyrir í nútíma samfélagi. Sterk sveitarfélög geta það, en ekki sveitarfélög sem eru í stöðugri vörn og upptekin við að slökkva elda.Stígum skrefið, sjáum tækifærin Það er mikil áskorun að halda úti góðri þjónustu við íbúa í víðfeðmu og strjálbýlu landi. Við viljum að sem flestir geti búið við svipuð lífsgæði og aðgang að þjónustu og við viljum að landsbyggðin verði eftirsóknarverð til búsetu. Til þess að það megi verða þurfum við að geta stigið skref í átt til breytinga. Breytingarnar og möguleikarnir eru allt í kringum okkur. Þróunin hefur aldrei verið jafn hröð. Að gera ekki neitt, aðhafast ekkert, þýðir ekkert annað en að aðrir taka fram úr og ná forskoti sem seint verður unnið upp. Það er morgunljóst að slagkraftur sveitarstjórnarstigsins þarf að aukast. Sveitarfélögin verða að eflast og mynda sterkar heildir, til hagsbóta fyrir íbúana, byggðirnar og landið sem heild.Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega samþykktu sveitarstjórnarmenn á aukalandsþingi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu og sveitarstjórnarráðherra sem felur í sér stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árið 2019-2023. Er þetta í fyrsta sinn sem slík stefnumörkun kemur fram og því ber að fagna. Sjaldan hefur málefni fengið jafn ítarlega umfjöllun á landsþingi eins og þetta. Niðurstaða fundarins var afgerandi og sýndi glöggt að sveitarstjórnarmenn horfa til framtíðar og sjá þar bæði áskoranir en ekki síður fjölbreytt tækifæri sveitarstjórnarstigsins. Í tillögunni eru sett fram tvö meginmarkmið. Það fyrra lýtur að sjálfbærni sveitarfélaga og lýðræðislegri starfsemi þeirra, en hið síðara að sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga. Jafnframt er lögð fram ítarleg aðgerðaáætlun til næstu fimm ára með 11 skilgreindum aðgerðum sem tryggja eiga framgang markmiða áætlunarinnar.Öflugar sjálfbærar einingar Grunnmarkmið stefnunnar er að sveitarfélög á Íslandi verði öflug og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi. Til þess að vinna að því markmiði eru tilgreindar ákveðnar forsendur sem snúa bæði að íbúafjölda, fjárhagsstöðu, lýðfræðilegum þáttum og lýðræðisþátttöku íbúa sveitarfélaga. Jafnframt er lögð áhersla á að virða sjálfsstjórn og ábyrgð sveitarfélaga og að landsmenn njóti jafnræðis í þjónustu.Áhrif sameiningartillagna Gerð er tillaga um að lágmarksíbúafjöldi í sveitarfélagi verði 250 frá og með árinu 2022. Verði slík tillaga samþykkt þá myndi sveitarfélögum fækka um allt að 14. Einnig er gert ráð fyrir að árið 2026 hafi ekkert sveitarfélag færri en 1.000 íbúa en verði það að veruleika myndi sveitarfélögum fækka um allt að 40. Þá gæti fjöldi sveitarfélaga orðið um 30. Vert er að undirstrika að þessi tillaga ráðherra felur í sér málamiðlun. Því að þótt fámennustu sveitarfélögunum þyki tillagan ganga of langt eru þeir líka margir sem benda á að þótt krafa um að lágmarksíbúafjöldi hækki í áföngum í 1.000 íbúa yrðu slík sveitarfélög áfram fámenn og frekar veik stjórnsýslulega. 5% þjóðarinnar í 40 sveitarfélögum Þegar sveitarfélögin voru flest voru þau 224 en í dag eru þau 72. Sveitarstjórnarstigið hefur því tekið miklum breytingum í gegnum árin. Það hefur aðlagað sig breyttum aðstæðum og lýðfræðilegum breytingum. Í sumum sveitarfélögum, sem áður voru til, býr nú enginn. Í öðrum búa örfáir og enn önnur hafa vaxið og dafnað með þeim hætti sem enginn eða allavega fáir áttu von á. Í 40 sveitarfélögum, eða 55,6%, búa færri en eitt þúsund íbúar. Í þessum 40 sveitarfélögum búa hins vegar innan við 5% þjóðarinnar. Sjö fámennustu sveitarfélögin eru með íbúafjölda á bilinu 40–91 en það fjölmennasta, Reykjavíkurborg, er með tæplega 129 þúsund íbúa. Einungis sjö sveitarfélög eru með fleiri en 10 þúsund íbúa. Nú þegar þingsályktunartillaga ráðherra er komin til umfjöllunar þá verðum við sem þjóð að sýna ábyrgð, horfa til framtíðar og hugsa um það hvað börnin okkar og barnabörn myndu vilja. Þau vilja góða þjónustu og blómlegt líf í byggðunum. Þau horfa ekki á sveitarfélagamörk og munu seint skilja, þegar fram líða stundir, hvers vegna tækifærin voru ekki gripin þegar enn var möguleiki til að snúa við þróun sem að öðrum kosti er óumflýjanleg. Núverandi skipan, þar sem flækjustig í samstarfi sveitarfélaga hefur orðið til þess að færa ákvarðanir frá kjörnum sveitarstjórnum til stjórna byggðasamlaga, getur ekki gengið til framtíðar. Sóknarfæri í byggðamálum Fáir gátu væntanlega ímyndað sér það uppúr miðri síðustu öld að vel rúmlega 80% landsmanna myndu búa í og við höfuðborgarsvæðið. Fáir hefðu séð það fyrir að búsældarlegar sveitir yrðu svo til mannlausar og að blómleg sjávarþorp þyrftu að berjast fyrir tilveru sinni. Þessi veruleiki blasir við okkur í dag. Þetta er þróun sem gefur fullt tilefni til að staldra við og íhuga með hvaða hætti best verður brugðist við. Eru ekki flest sammála um að kyrrstaða er ekki svarið? Að betra sé að snúa vörn í sókn? Það er nauðsynlegt að efla og styrkja sveitarfélög á landsbyggðinni með stækkun þeirra og sameiningum til að takast á við það mikilvæga verkefni að jafna búsetuskilyrði landsmanna. Öflug byggðastefna, sem styrkir nútíma búsetuskilyrði um allt land, verður að ná fótfestu og krafti með sterkum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Þau þurfa að hafa slagkraft til að eflast og veita íbúum sínum góða þjónustu. Landsbyggðin verður að bjóða unga fólkið velkomið og sýna það í verki, m.a. með því að bjóða því þjónustu og aðstæður sem það hefur þörf fyrir í nútíma samfélagi. Sterk sveitarfélög geta það, en ekki sveitarfélög sem eru í stöðugri vörn og upptekin við að slökkva elda.Stígum skrefið, sjáum tækifærin Það er mikil áskorun að halda úti góðri þjónustu við íbúa í víðfeðmu og strjálbýlu landi. Við viljum að sem flestir geti búið við svipuð lífsgæði og aðgang að þjónustu og við viljum að landsbyggðin verði eftirsóknarverð til búsetu. Til þess að það megi verða þurfum við að geta stigið skref í átt til breytinga. Breytingarnar og möguleikarnir eru allt í kringum okkur. Þróunin hefur aldrei verið jafn hröð. Að gera ekki neitt, aðhafast ekkert, þýðir ekkert annað en að aðrir taka fram úr og ná forskoti sem seint verður unnið upp. Það er morgunljóst að slagkraftur sveitarstjórnarstigsins þarf að aukast. Sveitarfélögin verða að eflast og mynda sterkar heildir, til hagsbóta fyrir íbúana, byggðirnar og landið sem heild.Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar