Tiger Woods á undan áætlun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 13:30 Það er létt yfir Tiger Woods þessa dagana. Getty/Richard Heathcote Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst. Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné. Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli. Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.Tiger Woods said his return to full fitness is ahead of schedule as he recovers from a knee operation. More here https://t.co/aWCXvLXzU2pic.twitter.com/IG1Y5y8yaW — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 „Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger. „Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger. Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn. „Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger. Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er ánægður með hvernig endurhæfingin hans gengur eftir skurðaðgerðina sem hann gekkst undir í ágúst. Tiger Woods segist vera á undan áætlun en hann fór í aðgerð á hné. Tiger er í tíunda sæti á heimslistanum en með sigri sínum á Mastersmótinu í apríl síðastliðnum þá endaði hann ellefu ára bið eftir risatitli. Tiger Woods er nú staddur í Japan þar sem hann mun spila á ZOZO meistaramótinu um næstu helgi.Tiger Woods said his return to full fitness is ahead of schedule as he recovers from a knee operation. More here https://t.co/aWCXvLXzU2pic.twitter.com/IG1Y5y8yaW — BBC Sport (@BBCSport) October 21, 2019 „Ég er líklega viku á undan áætlun. Það er gott að geta aftur beygt mig niður til að lesa púttin,“ sagði Tiger. „Tímabilið mitt endaði aðeins fyrr en áætlað var. Ég fór snemma í aðgerðina og komst með því fyrr af stað á ný,“ sagði Tiger. Tiger Woods ætlar líka að keppa á Hero World Challenge mótinu í desember og svo verður hann fyrirliði bandaríska landsliðsins í Forsetabikarnum sem fer fram um miðjan jólamánuðinn. „Ég er orðinn vongóður um að spila þetta mót, spila á Hero á mótinu og spila á Forsetabikarnum í Ástralíu. Það leit ekki út fyrir það um mitt árið,“ sagði Tiger. Forsetabikarinn fer fram í Ástralíu og hefst í Melbourne 13. desember. Þar mætir bandaríska landsliðið Alþjóðaliðinu sem er undir stjórn Ernie Els.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira