Eggert Gunnþór og Ísak Óli fastir á brú á leið í leik gegn Bröndby Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 14:54 Eggert Gunnþór Jónsson. Getty/Lars Ronbog Tveir íslenskir knattspyrnumenn og liðsfélagar þeirra lentu í óvæntu ævintýri á leið sinni í bikarleik í Kaupmannahöfn. Íslensku knattspyrnumennirnir Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn danska liðsins SönderjyskE og áttu að mæta Bröndby í bikarnum í dag klukkan 18.00 að staðartíma. Nú er ljóst að leikurinn hefst ekki á þeim tíma. Leikur Bröndby og SönderjyskE er í sextán liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar en íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilar einmitt með Bröndby liðinu. Liðsrúta SönderjyskE liðsins er föst á Stórabeltisbrúin, en það þurfti að loka henni vegna slyss. Fjölmiðlafulltrúi félagsins segir að þeir viti ekkert um framhaldið nema að þeir komist ekki yfir brúna. Stórabeltisbrúin er vegtenging milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns yfir Stórabelti með viðkomu á smáeyjunni Sprogö. Samkvæmt frétt á bold.dk þá verður brúin lokuð til að minnsta kosti 17.00 og þá á rútan eftir að keyra tæplega tveggja klukkutíma leið til Kaupmannahafnar. Rútan var búin að keyra yfir Litlabeltisbrúin, milli Jótlands og Fjóns, og hún var síðan búin að keyra yfir Fjón. Rútan komst ekki lengra en á miðja Stórabeltisbrúna. Það á að taka SönderjyskE liðið um þrjá klukkutíma að fara þessa leið en það er ljóst að þeir verða mun lengur á leiðinni. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa SönderjyskE þá er áfram stefnan sett að spila leikinn í dag en þá þarf rútan líka að fara að komast sem fyrst af stað. Það er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 23.00 í kvöld. Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Tveir íslenskir knattspyrnumenn og liðsfélagar þeirra lentu í óvæntu ævintýri á leið sinni í bikarleik í Kaupmannahöfn. Íslensku knattspyrnumennirnir Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn danska liðsins SönderjyskE og áttu að mæta Bröndby í bikarnum í dag klukkan 18.00 að staðartíma. Nú er ljóst að leikurinn hefst ekki á þeim tíma. Leikur Bröndby og SönderjyskE er í sextán liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar en íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilar einmitt með Bröndby liðinu. Liðsrúta SönderjyskE liðsins er föst á Stórabeltisbrúin, en það þurfti að loka henni vegna slyss. Fjölmiðlafulltrúi félagsins segir að þeir viti ekkert um framhaldið nema að þeir komist ekki yfir brúna. Stórabeltisbrúin er vegtenging milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns yfir Stórabelti með viðkomu á smáeyjunni Sprogö. Samkvæmt frétt á bold.dk þá verður brúin lokuð til að minnsta kosti 17.00 og þá á rútan eftir að keyra tæplega tveggja klukkutíma leið til Kaupmannahafnar. Rútan var búin að keyra yfir Litlabeltisbrúin, milli Jótlands og Fjóns, og hún var síðan búin að keyra yfir Fjón. Rútan komst ekki lengra en á miðja Stórabeltisbrúna. Það á að taka SönderjyskE liðið um þrjá klukkutíma að fara þessa leið en það er ljóst að þeir verða mun lengur á leiðinni. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa SönderjyskE þá er áfram stefnan sett að spila leikinn í dag en þá þarf rútan líka að fara að komast sem fyrst af stað. Það er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 23.00 í kvöld.
Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira