Segir gríðarlegan styrk í að fá Elizu Reid til liðs við Íslandsstofu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 13:14 Eliza Reid mun mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hefur gert áður. vísir/vilhelm Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson. Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson.
Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27