Fyrstir til að vinna Tom Brady og félaga síðan í desember 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 10:00 Svekkjandi kvöld fyrir Tom Brady. Getty/Scott Taetsch Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26 NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira
Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26
NFL Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Sjá meira