Tyrkir hóta að senda ISIS fanga aftur til Evrópu Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 11:15 Suleyman Soylu gagnrýndi aðgerðarleysi Evrópuþjóða. Getty/Anadolu Agency Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, lýsti því yfir í gær að handsamaðir meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) verði sendir aftur til heimalanda sinna. Soylu gagnrýndi í sömu andrá aðgerðarleysi Evrópuríkja í málefnum fanganna. Fangarnir sem höfðu margir hverjir sloppið úr fangageymslum í Sýrlandi voru handsamaðir aftur af Tyrkjum eftir að umdeildar hernaðaraðgerðir þeirra hófust í norðausturhluta Sýrlands. Innanríkisráðherrann lét hafa eftir sér að Tyrkir væru ekki að reka „hótel fyrir meðlimi ISIS.“ „Við munum senda handsömuðu ISIS meðlimina aftur til sinna landa,“ bætti Soylu við. Mörgum Evrópuþjóðum hefur reynst erfitt að eiga við það hvernig skuli taka á móti hermönnum samtakanna og fjölskyldum þeirra þegar fólkið snýr aftur frá átakasvæðum í Írak og Sýrlandi. Sum ríki, á borð við Frakkland og Bretland, hafa fram að þessu neitað að taka aftur við bardagamönnum samtakanna og eiginkonum þeirra en gert undantekningar fyrir börn. Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, lýsti því yfir í gær að handsamaðir meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) verði sendir aftur til heimalanda sinna. Soylu gagnrýndi í sömu andrá aðgerðarleysi Evrópuríkja í málefnum fanganna. Fangarnir sem höfðu margir hverjir sloppið úr fangageymslum í Sýrlandi voru handsamaðir aftur af Tyrkjum eftir að umdeildar hernaðaraðgerðir þeirra hófust í norðausturhluta Sýrlands. Innanríkisráðherrann lét hafa eftir sér að Tyrkir væru ekki að reka „hótel fyrir meðlimi ISIS.“ „Við munum senda handsömuðu ISIS meðlimina aftur til sinna landa,“ bætti Soylu við. Mörgum Evrópuþjóðum hefur reynst erfitt að eiga við það hvernig skuli taka á móti hermönnum samtakanna og fjölskyldum þeirra þegar fólkið snýr aftur frá átakasvæðum í Írak og Sýrlandi. Sum ríki, á borð við Frakkland og Bretland, hafa fram að þessu neitað að taka aftur við bardagamönnum samtakanna og eiginkonum þeirra en gert undantekningar fyrir börn.
Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21