Borubrattur Kim Jong-un Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 11:00 EPA/KCNA Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka. Norður-Kórea Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Norður-Kóreumenn þykja tiltölulega borubrattir þessa dagana. Þeim hefur tekist að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, hafa fengið líflínu frá Kína og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum heima fyrir. Það eru meðal ástæðna þess að Kim hefur tekið sífellt sterkari stöðu í viðræðum við önnur ríki, og þá aðallega Bandaríkin, vegna kjarnorkuvopnaáætlun einræðisríkisins. Síðustu daga og vikur hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Forsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Seinni fundur Trump og Kim skilaði engum árangri fyrr á árinu og viðræður í kjölfar þeirra hafa ekki heldur gert það. Fundað var í Svíþjóð í síðasta mánuði og nú virðist sem engar viðræður eigi sér stað á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.Telur stöðu sína góða Sendiherra Suður-Kóreu í Bandaríkjunum sagði blaðamönnum Yonhap fréttaveitunnar það í gær. Hann sagðist þó viss um að viðræðurnar myndu hefjast að nýju, án þess þó að vilja giska á hvenær.Hvorug hliðin neitar að breyta samingastöðu sinni. Svo virðist sem að Kim sé sáttur við núverandi ástand og að samningsstaða hans sé góð. Fyrir því eru þó nokkrar ástæður. Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir er útlit fyrir að ríkisstjórn Kim hafi komið höndum yfir umtalsverða fjármuni að undanförnu. Viðskipti á milli Norður-Kóreu og Kína hafi aukist og stjórnmálasamband ríkjanna hefur batnað til muna. Mikill fjöldi kínverskra ferðamanna til Norður-Kóreu hefur aukið flæði fjármagns í efnahag Norður-Kóreu. Þar að auki segja Sameinuðu þjóðirnar að Norður-Kóreumenn hafi komist hjá fjölda viðskiptaþvingana og hafi ofan á það stolið allt að tveimur milljörðum dala með tölvuárásum. Prófessor í málefnum Kóreuskagans sagði Reuters fréttaveitunni að Kim teldi sig mögulega geta lifað með viðskiptaþvingunum. Þess vegna væru ríkisstjórn hans svo borubrött. Blaðamenn Reuters ræddu við ýmsa sérfræðinga varðandi Norður-Kóreu og ástand viðræðna.Ólíklegt að Kim láti vopnin af hendi Embættismaður frá Suður-Kóreu, sem talaði við Reuters undir nafnleynd, sagði útlit fyrir að Kim teldi sig geta hjálpað eða hindrað endurkjör Trump í embætti forseta, þó það væri augljóst að hann gæti það ekki. „…en það er enginn í Pyongyang sem getur staðið gegn hinum óskeikula leiðtoga og sagt að hann hafi rangt fyrir sér. Þú vilt ekki verða dauður,“ sagði embættismaðurinn. Hann bætti við að Kim treysti á Trump og þyrfti að vera viss um að hann nái endurkjöri áður en skuldbindi sig að einhverju leyti. Aðrir sérfræðingar sögðu litlar líkur á því að Kim myndu nokkurn tímann láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þar að auki væru líkurnar á einhvers konar samkomulagi milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sífellt að minnka.
Norður-Kórea Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira