Fæla nýnasista frá fæðingarstað Hitlers með því að breyta honum í lögreglustöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:30 Þessu húsi verður breytt í lögreglustöð. Vísir/Getty Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra. Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra.
Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52
Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40
Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00
Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15