Lærdómar af nýlokinni undankeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 19. nóvember 2019 16:30 Ísland fékk 19 stig af 30 mögulegum í undankeppninni. vísir/getty Ísland lauk leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir sigur gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppninnar er ljóst að 19 stig eru uppskeran sem er þriðji mesti stigafjöldi Íslands í sögunni. Hannes Þór Halldórsson lætur engan bilbug á sér finna. Einhverjir ræddu það fyrir undankeppnina hvort tími væri kominn til þess að veðja á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá íslenska liðinu. Hannes Þór hefur hins vegar sýnt það með frammistöðu sinni í undankeppninni að hann ætlar ekki að láta markmannsstöðuna af hendi á næstunni. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru ennþá okkar besta miðvarðarpar. Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson fengu tækifæri í undankeppninni en þegar mest lá við voru Kári og Ragnar í miðri vörninni og samvinna þeirra reyndist best. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 37 ára stendur Kári vaktina gríðarlega vel í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragnars er margrómuð og enga bresti að finna í því samstarfi. Meiðsli halda áfram að herja á leikmannahópinn en lykilleikmenn liðsins eru um þrítugt og meiðast oftar og í lengri tíma í senn. Þannig lék Aron Einar Gunnarsson ekki í síðustu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni, Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einungis í fjórum leikjum og Alfreð Finnbogason tók þátt í fimm leikjum. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson á ökkla í leiknum gegn Moldóvu. Ungir leikmenn sem vilja eiga áratuga langan feril hjá landsliðinu ættu að taka sér Grétar Rafn Steinsson til fyrirmyndar og einbeita sér að því að leika í stöðu hægri bakvarðar. Tími Birkis Más Sævarssonar sem lykilleikmanns hjá liðinu virðist vera liðinn. Hjörtur Hermannsson fékk sénsinn í kjölfar þess að Birkir Már datt út úr liðinu og Guðlaugur Victor Pálsson tók svo stöðu Hjartar í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Þessi staða virðist vera stysta leiðin í langan og gifturíkan landsliðsferil. Birkir Bjarnason er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið leystur undan samningi hjá Aston Villa í sumar og vera félagslaus fram á haustið hefur þessi fjölhæfi leikmaður átt góða leiki í undankeppninni. Birkir getur bæði leyst stöðu vinstri kantmanns, sitjandi miðjumanns og miðvallarleikmanns sem á að hlaupa vítateiga á milli með stakri prýði. Hann er taktískt sterkur og reynist liðinu alltaf vel. Birkir skoraði þrjú mörk í undankeppninni en hann hefur alls skorað 13 mörk fyrir liðið. Birkir er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru og þurfa að vera sveigjanlegri með leikkerfi en forverar þeirra í starfi. Þeir hafa bæði farið í þriggja manna varnarlínu og skipst á að vera með einn eða tvo framherja þegar þeir leika með fjögurra manna vörn. Meiðsli lykilleikmanna og andstæðingur sem leikið er við hverju sinni ræður því hvaða leikkerfi er notast við í hvert skipti. Skoða þarf hvort skipta eigi um vítaskyttu hjá liðinu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur brennt af fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið eftir að hafa skorað úr fyrstu spyrnum sínum fyrir liðið þar á undan. Gylfi Þór er sparkviss með eindæmum en þarf að taka sér tak ef þetta hlutverk verður ekki tekið af honum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Ísland lauk leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir sigur gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppninnar er ljóst að 19 stig eru uppskeran sem er þriðji mesti stigafjöldi Íslands í sögunni. Hannes Þór Halldórsson lætur engan bilbug á sér finna. Einhverjir ræddu það fyrir undankeppnina hvort tími væri kominn til þess að veðja á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá íslenska liðinu. Hannes Þór hefur hins vegar sýnt það með frammistöðu sinni í undankeppninni að hann ætlar ekki að láta markmannsstöðuna af hendi á næstunni. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru ennþá okkar besta miðvarðarpar. Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson fengu tækifæri í undankeppninni en þegar mest lá við voru Kári og Ragnar í miðri vörninni og samvinna þeirra reyndist best. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 37 ára stendur Kári vaktina gríðarlega vel í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragnars er margrómuð og enga bresti að finna í því samstarfi. Meiðsli halda áfram að herja á leikmannahópinn en lykilleikmenn liðsins eru um þrítugt og meiðast oftar og í lengri tíma í senn. Þannig lék Aron Einar Gunnarsson ekki í síðustu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni, Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einungis í fjórum leikjum og Alfreð Finnbogason tók þátt í fimm leikjum. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson á ökkla í leiknum gegn Moldóvu. Ungir leikmenn sem vilja eiga áratuga langan feril hjá landsliðinu ættu að taka sér Grétar Rafn Steinsson til fyrirmyndar og einbeita sér að því að leika í stöðu hægri bakvarðar. Tími Birkis Más Sævarssonar sem lykilleikmanns hjá liðinu virðist vera liðinn. Hjörtur Hermannsson fékk sénsinn í kjölfar þess að Birkir Már datt út úr liðinu og Guðlaugur Victor Pálsson tók svo stöðu Hjartar í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Þessi staða virðist vera stysta leiðin í langan og gifturíkan landsliðsferil. Birkir Bjarnason er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið leystur undan samningi hjá Aston Villa í sumar og vera félagslaus fram á haustið hefur þessi fjölhæfi leikmaður átt góða leiki í undankeppninni. Birkir getur bæði leyst stöðu vinstri kantmanns, sitjandi miðjumanns og miðvallarleikmanns sem á að hlaupa vítateiga á milli með stakri prýði. Hann er taktískt sterkur og reynist liðinu alltaf vel. Birkir skoraði þrjú mörk í undankeppninni en hann hefur alls skorað 13 mörk fyrir liðið. Birkir er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru og þurfa að vera sveigjanlegri með leikkerfi en forverar þeirra í starfi. Þeir hafa bæði farið í þriggja manna varnarlínu og skipst á að vera með einn eða tvo framherja þegar þeir leika með fjögurra manna vörn. Meiðsli lykilleikmanna og andstæðingur sem leikið er við hverju sinni ræður því hvaða leikkerfi er notast við í hvert skipti. Skoða þarf hvort skipta eigi um vítaskyttu hjá liðinu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur brennt af fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið eftir að hafa skorað úr fyrstu spyrnum sínum fyrir liðið þar á undan. Gylfi Þór er sparkviss með eindæmum en þarf að taka sér tak ef þetta hlutverk verður ekki tekið af honum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira