Moldóvar á þriðja þjálfara í þessari undankeppni Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 14:45 Engin Firat tekur hringinn með sínum mönnum fyrir leikinn á móti Frökkum í París. Getty/Xavier Laine Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira