Jón Daði: Öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 13:00 Jón Daði Böðvarsson í leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Matthew Ashton Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira