Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 19:35 Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26