Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 13:34 Frá tilrauninni í morgun. AP/Andy Wong Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til Mars. Ríkið reynir nú að fá aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að könnun geimsins. Tilraunin sneru að getu farsins til að svífa yfir yfirborði plánetunnar rauðu, forðast hindranir og að lenda og voru þær framkvæmdar skammt frá Peking. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Marsleiðangur Kínverja er opinberaður með þessum hætti. Frá því Kínverjar fóru í sína fyrstu mönnuðu geimferð árið 2003 hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins verið ör. Kínverjum tókst fyrr á þessu ári að lenda ómönnuðu geimfari á myrku hlið tunglsins og stendur til að senda annað far þangað seinna á árinu. Það far á að koma með sýni aftur til jarðarinnar. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn ríkisins leitast eftir samstarfi við Evrópu og aðra en án mikils árangurs. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.Þá ætla Kínverjar að klára eigin geimstöð árið um árið 2022. Zhang Kejian, yfirmaður geimvísindastofnunar Kína, sagði blaðamönnum í morgun að vinna við marsleiðangur Kína hefði byrjað árið 2016 og hefði gengið vel. Tilraunin í dag hefði markað mikilvægan áfanga í þeirri vinnu og nú standi til að skjóta farinu til Mars á næsta ári. Til þess verður notast við Long March 5 eldflaugina, sem var sérstaklega hönnuð með geimferð til Mars í huga. Ferðin mun taka um sjö mánuði og lendingin sjálf um sjö mínútur. Zhang sagði lendinguna vera lang erfiðasta hluta verkefnisins.Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhang einnig að fjölmörg verkefni hefðu verið skipulögð. Þar á meðal stæði til að senda far til Mars sem ætti að koma með sýni til jarðarinnar, senda far til að kanna smástirni og senda mörg för til tunglsins.Bandaríkin vinna nú að því að senda menn á nýjan leik til tunglsins og jafnvel að koma upp bækistöð þar. Auk þess vinna Bandaríkin að því að koma geimstöð á sporbraut um tunglið sem hægt verði að nota sem stökkpall út í sólkerfið og þar með talið fyrir mannaðar ferðir til Mars. Geimurinn Kína Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til Mars. Ríkið reynir nú að fá aðild að alþjóðlegum verkefnum sem snúa að könnun geimsins. Tilraunin sneru að getu farsins til að svífa yfir yfirborði plánetunnar rauðu, forðast hindranir og að lenda og voru þær framkvæmdar skammt frá Peking. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem Marsleiðangur Kínverja er opinberaður með þessum hætti. Frá því Kínverjar fóru í sína fyrstu mönnuðu geimferð árið 2003 hefur þróun geimferðaáætlunar ríkisins verið ör. Kínverjum tókst fyrr á þessu ári að lenda ómönnuðu geimfari á myrku hlið tunglsins og stendur til að senda annað far þangað seinna á árinu. Það far á að koma með sýni aftur til jarðarinnar. Undanfarin ár hafa forsvarsmenn ríkisins leitast eftir samstarfi við Evrópu og aðra en án mikils árangurs. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.Þá ætla Kínverjar að klára eigin geimstöð árið um árið 2022. Zhang Kejian, yfirmaður geimvísindastofnunar Kína, sagði blaðamönnum í morgun að vinna við marsleiðangur Kína hefði byrjað árið 2016 og hefði gengið vel. Tilraunin í dag hefði markað mikilvægan áfanga í þeirri vinnu og nú standi til að skjóta farinu til Mars á næsta ári. Til þess verður notast við Long March 5 eldflaugina, sem var sérstaklega hönnuð með geimferð til Mars í huga. Ferðin mun taka um sjö mánuði og lendingin sjálf um sjö mínútur. Zhang sagði lendinguna vera lang erfiðasta hluta verkefnisins.Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhang einnig að fjölmörg verkefni hefðu verið skipulögð. Þar á meðal stæði til að senda far til Mars sem ætti að koma með sýni til jarðarinnar, senda far til að kanna smástirni og senda mörg för til tunglsins.Bandaríkin vinna nú að því að senda menn á nýjan leik til tunglsins og jafnvel að koma upp bækistöð þar. Auk þess vinna Bandaríkin að því að koma geimstöð á sporbraut um tunglið sem hægt verði að nota sem stökkpall út í sólkerfið og þar með talið fyrir mannaðar ferðir til Mars.
Geimurinn Kína Mars Tækni Vísindi Tengdar fréttir Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16 Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump vill meira fé til NASA fyrir tunglferðir Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. 14. maí 2019 11:24
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27
Pence vill menn á tunglið innan fimm ára Hann sagði það nauðsynlegt og að NASA þyrfti að taka stakkaskiptum á næstu árum. 27. mars 2019 13:16
Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. 9. maí 2019 21:39