Birkir: Mér finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 13:30 Birkir Bjarnason í leik á móti Frökkum í París. Getty/Jeroen Meuwsen Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn