Á níunda tug kjarrelda brennur í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 16:02 Gróður brennur við kross í Possum í Nýju Suður-Wales í dag. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir vegna eldanna. Vísir/EPA Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23
Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39
Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51
Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35