Ný Skoda Octavia kynnt með tengil-tvinn vél Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Skoda Octavia Vísir/Skoda Fjórða kynslóinð af Skoda Octavia, sem er mest seldi Skoda bíllinn á heimsgrundvelli, var kynnt til leiks í gær. Meðal þess sem var kynnt var ný tengil-tvinnútfærsla. Undir yfirborðinu er Octavia sami bíll og nýjasta útgáfan af Volkswagen Golf.Skoda kallar Octavia „hjartað og vélina“ í sinni framleiðslu. Að sögn byggir fjórða kynslóðin á styrkleikum eldri kynslóða en þó með meira notagildi með auknu plássi í innrarými sem og aukið öryggi. Bíllinn fer í sölu á seinni helmingi næsta árs.Innra rými í OctaviaVísir/SkodaYtra byrði hefur fengið kunnulega yfirhalningu og svipar nú talsvert til nýjustu útgáfu af Superb og Scala. Lægri línur í toppnum gefa bílnum sportlegra yfirbragð. Að sögn Skoda er loftflæðið mun betra. Stór afþreyingaskjárinn er áberandi í innréttingunni. Octavia er einnig hlaðinn nýjustu tækni í akstursaðstoð, sérstakar varnir eru til að koma í veg fyrir slys á hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum.VélarVélarnar sem í boði verða eru frá 1,0 líters, þriggja sílendera túrbó bensín vél. Þar að auki eru 1,5 lítra fjögurra sílendera túrbó bensín vél. Báðar fást í mildri tvinn útgáfu. Stærsta bensín vélin er 2,0 lítra TSI sem knýr öll fjögur hjólin og er tengd við sjö gíra sjálfskiptingu. Tengil-tvinn útgáfan er 1,4 lítra bens´ín vél og 101 hestafl með sex gíra sjálfskiptingu og skilar sú útfærsla samtals 201 hestafli. Einungis ein dísil vél verður í boði en hún verður stillt á þrjá mismunandi vegu. Hún er 2,0 lítrar og skilar 197, 148 og 114 hestöflum eftir stillingum. Allar dísil útgáfurnar verða sjálfskiptar. Bílar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent
Fjórða kynslóinð af Skoda Octavia, sem er mest seldi Skoda bíllinn á heimsgrundvelli, var kynnt til leiks í gær. Meðal þess sem var kynnt var ný tengil-tvinnútfærsla. Undir yfirborðinu er Octavia sami bíll og nýjasta útgáfan af Volkswagen Golf.Skoda kallar Octavia „hjartað og vélina“ í sinni framleiðslu. Að sögn byggir fjórða kynslóðin á styrkleikum eldri kynslóða en þó með meira notagildi með auknu plássi í innrarými sem og aukið öryggi. Bíllinn fer í sölu á seinni helmingi næsta árs.Innra rými í OctaviaVísir/SkodaYtra byrði hefur fengið kunnulega yfirhalningu og svipar nú talsvert til nýjustu útgáfu af Superb og Scala. Lægri línur í toppnum gefa bílnum sportlegra yfirbragð. Að sögn Skoda er loftflæðið mun betra. Stór afþreyingaskjárinn er áberandi í innréttingunni. Octavia er einnig hlaðinn nýjustu tækni í akstursaðstoð, sérstakar varnir eru til að koma í veg fyrir slys á hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum.VélarVélarnar sem í boði verða eru frá 1,0 líters, þriggja sílendera túrbó bensín vél. Þar að auki eru 1,5 lítra fjögurra sílendera túrbó bensín vél. Báðar fást í mildri tvinn útgáfu. Stærsta bensín vélin er 2,0 lítra TSI sem knýr öll fjögur hjólin og er tengd við sjö gíra sjálfskiptingu. Tengil-tvinn útgáfan er 1,4 lítra bens´ín vél og 101 hestafl með sex gíra sjálfskiptingu og skilar sú útfærsla samtals 201 hestafli. Einungis ein dísil vél verður í boði en hún verður stillt á þrjá mismunandi vegu. Hún er 2,0 lítrar og skilar 197, 148 og 114 hestöflum eftir stillingum. Allar dísil útgáfurnar verða sjálfskiptar.
Bílar Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent