Moreno í áfalli eftir fullyrðingar Luis Enrique: Þetta voru ljót orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:15 Robert Moreno með Sergio Ramos, fyrirliða spænska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50
Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30