Moreno í áfalli eftir fullyrðingar Luis Enrique: Þetta voru ljót orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2019 09:15 Robert Moreno með Sergio Ramos, fyrirliða spænska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Robert Moreno skilur ekkert í því af hverju Luis Enrique rak hann úr spænska landsliðsteyminu eða af hverju Luis Enrique þurfti að mála svona ljóta mynd af honum í viðtölum við fjölmiðla. Þeir voru bestu vinir en svo breyttist allt þegar Moreno stóð sig vel í fjarveru Luis Enrique. Robert Moreno kom spænska fótboltalandsliðinu á EM í forföllum Luis Enrique en var launaður greiðinn með því að vera rekinn úr landsliðsþjálfarateyminu þegar Luis Enrique sneri aftur. Í viðbót við það fór Luis Enrique ekki fögrum orðum um fyrrverandi aðstoðarmann sinn í viðtölum.Former Spain head coach Robert Moreno says returning national boss Luis Enrique has "labelled me with words that are ugly". More here https://t.co/44CnmiK7eHpic.twitter.com/xwIqAJH9u2 — BBC Sport (@BBCSport) November 29, 2019Luis Enrique sagði að Robert Moreno hafi verið óheiðarlegur og fengi þess vegna ekki að vera áfram hluti af landsliðsþjálfarateyminu. Þeir voru góðir vinir og eru búnir að vinna saman lengi þar á meðal hjá Barcelona. „Ég veit ekki af hverju Luis Enrique vill ekki lengur hafa mig með sér,“ sagði Robert Moreno á blaðamannafundi. Luis Enrique hætti sem þjálfari spænska landsliðsins í júní til að eyða meiri tíma með níu ára dóttur sinni Xönu sem lést síðan úr krabbameini í ágúst. Moreno tók við starfinu og vildi fá að stýra spænska liðinu á EM áður en hann sneri aftur í starf aðstoðarþjálfara. „Ég veit að hann hefur unnið hart að því að vera þjálfari og hann er metnaðarfullur en þetta er óheiðarleiki í mínum bókum,“ sagði Luis Enrique meðal annars um Robert Moreno. „Ég myndi aldrei gera svona sjálfur og ég vil ekki vera með óheiðarlegt fólk í mínu starfsliði,“ sagði Enrique. Spænska landsliðið vann 5-0 sigur á Rúmeníu í síðasta leiknum undir stjórn Robert Moreno. Moreno stýrði liðinu í sex leikjum, fjórir unnust og hann tapaði aldrei. Markatalan var sautján mörk í plús eða 20-3. Robert Moreno svaraði þessu: „Þetta eru ljót orð sem hann sagði um mig og áttu ekki rétt á sér. Í fyrsta fundi mínum með Luis Enrique þá sagði hann mér að ég hefði gert það sem ég átti að gera og að hann væri stoltur af mér,“ sagði Moreno. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi stíga til hliðar ef hann sneri aftur. Hann sagðist hins vegar ekki hafa þörf fyrir mig lengur. Ég var í áfalli. Ég lét hina í starfsliðinu vita og velti því fyrir mér hvað ég hefði gert rangt,“ sagði Robert Moreno.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50 Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Enrique tekinn aftur við spænska landsliðinu Fimm mánuðum eftir að hann hætti með spænska landsliðið hefur Luis Enrique verið ráðinn þjálfari þess á ný. 19. nóvember 2019 11:50
Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu Blaðamannafundur hjá spænska knattspyrnusambandinu í hádeginu. 19. nóvember 2019 09:30
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn