Stórskáldið kom með lausnina Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:00 Bækur Guðrúnar frá Lundi njóta enn vinsælda meðal þjóðarinnar. Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápumynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þessarar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin.Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitneskju um málið að setja sig í samband við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upprennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að afla sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig hafi þetta komið til. Jóhannes Geir fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt listnám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, hóf hann nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturlungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápumynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þessarar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin.Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitneskju um málið að setja sig í samband við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upprennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að afla sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig hafi þetta komið til. Jóhannes Geir fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt listnám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, hóf hann nám í Handíða- og myndlistaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturlungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira