Í bliki stjarnanna felst von Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 08:00 "Fjarstjörnurnar eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu,“ segir Katrín. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svarthvítar myndir af kvikmyndastjörnum eru gæddar lífi og lit á sýningu Katrínar Matthíasdóttur sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún kallar þær fjarstjörnur. „Þær eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu og að henni eigum við að hlúa með öllum ráðum,“ segir Katrín. Upphafið að þessu þema rekur hún til dvalar sinnar í listamannaíbúð í Berlín. Þar kveðst hún hafa stundað söfn og líka farið á flóamarkað þar sem hún fann kvikmyndabæklinga frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Mér fannst bæklingarnir flottir, ætlaði fyrst bara að kaupa einn eða tvo og spurði hvað þeir kostuðu. „Þeir kosta eina evru en þú getur fengið allan bunkann fyrir fimm evrur,“ svaraði sölumaðurinn. Auðvitað gleypti ég agnið. Þetta eru örugglega 100 bæklingar um kvikmyndir frá mörgum mismunandi löndum og allir á þýsku. Ég kannaðist ekki við nærri alla leikarana, enda voru þeir frá Japan, Rúmeníu, Tékklandi, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu og víðar. Sem sagt allt stjörnur í fjarlægð, bæði í tíma og rúmi og því kalla ég sýninguna Fjarstjörnur. En ég byrjaði að mála upp úr bæklingunum úti í Þýskalandi 2018 og hélt áfram eftir að ég kom heim. Bæklingarnir eru allir svarthvítir en ég hef myndirnar í lit og færi þær nær okkur í tíma og rúmi.“ Katrínu hefur mál málanna, hamfarahlýnun af manna völdum, lengi verið hugleikið. Hún tengir myndir og titla verkanna lauslega við þessa miklu vá sem var orðin þekkt fyrir 50 árum þegar fyrirmyndir verkanna skinu hvað skærast. Hálfri öld síðar er staðan orðin alvarleg og aðgerða er þörf. „Ég er ekki að predika en það er kraftur í nútímanum vegna meðvitundar fólks um ógnina,“ segir hún. „Öfl breytinga eru í gangi og þau verða ekki stöðvuð. Í bliki stjarnanna felst von.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Svarthvítar myndir af kvikmyndastjörnum eru gæddar lífi og lit á sýningu Katrínar Matthíasdóttur sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi. Hún kallar þær fjarstjörnur. „Þær eiga að minna okkur á að plánetan okkar er meðal stjarnanna í himinhvolfinu og að henni eigum við að hlúa með öllum ráðum,“ segir Katrín. Upphafið að þessu þema rekur hún til dvalar sinnar í listamannaíbúð í Berlín. Þar kveðst hún hafa stundað söfn og líka farið á flóamarkað þar sem hún fann kvikmyndabæklinga frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. „Mér fannst bæklingarnir flottir, ætlaði fyrst bara að kaupa einn eða tvo og spurði hvað þeir kostuðu. „Þeir kosta eina evru en þú getur fengið allan bunkann fyrir fimm evrur,“ svaraði sölumaðurinn. Auðvitað gleypti ég agnið. Þetta eru örugglega 100 bæklingar um kvikmyndir frá mörgum mismunandi löndum og allir á þýsku. Ég kannaðist ekki við nærri alla leikarana, enda voru þeir frá Japan, Rúmeníu, Tékklandi, Frakklandi, Finnlandi, Ítalíu og víðar. Sem sagt allt stjörnur í fjarlægð, bæði í tíma og rúmi og því kalla ég sýninguna Fjarstjörnur. En ég byrjaði að mála upp úr bæklingunum úti í Þýskalandi 2018 og hélt áfram eftir að ég kom heim. Bæklingarnir eru allir svarthvítir en ég hef myndirnar í lit og færi þær nær okkur í tíma og rúmi.“ Katrínu hefur mál málanna, hamfarahlýnun af manna völdum, lengi verið hugleikið. Hún tengir myndir og titla verkanna lauslega við þessa miklu vá sem var orðin þekkt fyrir 50 árum þegar fyrirmyndir verkanna skinu hvað skærast. Hálfri öld síðar er staðan orðin alvarleg og aðgerða er þörf. „Ég er ekki að predika en það er kraftur í nútímanum vegna meðvitundar fólks um ógnina,“ segir hún. „Öfl breytinga eru í gangi og þau verða ekki stöðvuð. Í bliki stjarnanna felst von.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira