Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð. vísir/hafsteinn Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira