Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2025 19:53 Þorbjörg Sigríður segir lagt af stað með átján milljarða í Stóra-Hraun. Vísir/Einar Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“ Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“
Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28