Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa 26. nóvember 2019 18:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56