Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:45 Frá Nýju Delí í Indlandi þar sem loftmengun fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk. vísir/getty Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira