Segir ekki tilefni til að umbylta kerfinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 13:16 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. fréttablaðið/stefán Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Það er ekkert sem bendir til þess að fiskveiðistjórnunarkerfið hafi með einhverjum hætti klikkað í aðdraganda Samherjamálsins. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það sé aftur á móti óboðlegt ef fyrirtæki innan vébanda samtakanna brjóti lög og aldrei sé hægt að réttlæta mútugreiðslur. Heiðrún Lind var gestur á Sprengisandi þar sem Samherjamálið var í brennidepli. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið við umfjöllunina. Ásakanirnar séu alvarlegar og að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi geri ávallt þá kröfu til aðildarfyrirtækja að þau fari að lögum. „Auðvitað núna það sem fyrir liggur er auðvitað bara að fyrirtækið verður að vinna að því að málið upplýsist, hið rétta komi fram og svo kannski það sem er að mér finnst svona hið jákvæða í annars mjög ömurlegu máli öllu saman, er að hér eru þó innviðirnir að virka sem skildi,“ segir Heiðrún. Vísar hún þar til að mynda til rannsóknar héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. „Við gerum kröfu um að menn starfi í samræmi við lög,“ segir Heiðrún. „Kannski eigum við að stíga fastar niður í því að segja að við gerum þá kröfu að menn stundi hér vandaða og góða stjórnar- og viðskiptahætti.“ Þegar sé lögð áhersla á þetta en ef til vill þurfi að gera enn betur. Hún hafi orðið vör við umræðu á þá leið að það sé alvanalegt og mútur tíðkist í hinum og þessum löndum. „Það er engin afsökun og við munum aldrei taka þátt í slíkri réttlætingum,“ segir Heiðrún. Hún segir mikilvægt að líta málið alvarlegum augum en hún líti ekki svo á að það gefi tilefni til að umbylta kerfinu. „Það má ekki verða þannig að enginn megi misstíga sig, eitt tiltekið fyrirtæki og í þessu tilviki í starfsemi ekki einu sinni hér á landi heldur í Afríku, að þá eigi að umbylta kerfinu þannig að það bitni á öllum ef einn misstígur sig,“ segir Heiðrún. „Ég hef ekki fengið svarið jákvætt við þeirri spurningu um að íslensk lög eða íslensk lög tengd fiskveiðistjórnuninni hafi að einhverju leyti klikkað.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira