Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ingvi Þór Sæmundsson og Tinni Sveinsson skrifa 22. nóvember 2019 11:15 Íslensku strákarnir mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars 2020. Vísir/Daníel Þór Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Rúmeníu í undanúrslitum A-umspils um sæti á EM 2020. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020.Við mætum Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020, en leikurinn fer fram 26. mars 2020! We will play Romania in the EURO 2020 playoffs, the game being played on the 26th of March!#fyririslandpic.twitter.com/YCOfBHSFlv — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 22, 2019 Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Búlgaría og Ungverjaland í Sofíu. Ísland mætir sigurvegaranum í úrslitaleik umspils 31. mars 2020. Leikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest. Ef Ísland vinnur báða leikina kemst það á annað Evrópumótið í röð. EM 2020 verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Einnig var dregið í B-, C- og D-umspil. Lars Lagerbäck og norsku strákarnir hans mæta Serbum í undanúrslit C-umspils á heimavelli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Here's the route for Northern Ireland, Republic of Ireland and Scotland to reach #Euro2020.https://t.co/sqikISykzM#bbcfootballpic.twitter.com/vAFFYTukDl — BBC Sport (@BBCSport) November 22, 2019 Ef Ísland kemst á EM verður liðið annað hvort í C- eða F-riðli. Ljóst er að Holland og Úkraína verða í C-riðli. Allir þrír leikir Hollendinga fara fram á Johann Cruyff-vellinum í Amsterdam, heimavelli Ajax. Hinir þrír leikirnir verða á þjóðarleikvangi Rúmeníu í Búkarest. Ísland getur einnig lent í F-riðli með Þýskalandi. Allir leikir þýska liðsins fara fram á heimavelli Bayern München, Allianz Arena. Hinir þrír leikirnir í riðlinum verða á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverjalands í Búdapest. Fylgst var með drættinum í dag. Beina textalýsingu frá honum má sjá hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Ísland komið í EM-umspilið Eftir úrslit dagsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland er komið í umspil um sæti í lokakeppninni. 16. nóvember 2019 21:41
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00