Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 09:22 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang. AP/Ng Han Guan Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang. Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang.
Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46
Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33