Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 19:00 Ef Sanna Marin kemst í forsætisráðherrastólinn verður hún þriðja konan til að gegna embættinu í Finnlandi. Vísir/Ap Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. Miðstjórn Jafnaðarmanna valdi í dag forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn Finnlands vinna nú að myndun nýrrar stjórnar og er talið líklegt að hún verði undir forystu Marin. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta flokknum lengur til að leiða stjórn. Val miðstjórnarinnar stóð á milli Marin og Antti Lindtman, 37 ára þingflokksformanns Jafnaðarmanna. Marin hafði betur með þremur atkvæðum, eða 32 gegn 29 atkvæðum Lindtman. Marin er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Tampere og hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í yfir tíu ár. Hún hóf stjórnmálaferill sinn í borginni Tampere í suðurhluta Finnlands og gegndi þar stöðu formanns borgarráðs á árunum 2013 til 2017. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt er að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag. Finnland Tengdar fréttir Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02 Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. Miðstjórn Jafnaðarmanna valdi í dag forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn Finnlands vinna nú að myndun nýrrar stjórnar og er talið líklegt að hún verði undir forystu Marin. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta flokknum lengur til að leiða stjórn. Val miðstjórnarinnar stóð á milli Marin og Antti Lindtman, 37 ára þingflokksformanns Jafnaðarmanna. Marin hafði betur með þremur atkvæðum, eða 32 gegn 29 atkvæðum Lindtman. Marin er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Tampere og hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í yfir tíu ár. Hún hóf stjórnmálaferill sinn í borginni Tampere í suðurhluta Finnlands og gegndi þar stöðu formanns borgarráðs á árunum 2013 til 2017. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt er að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag.
Finnland Tengdar fréttir Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02 Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53
Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48