Af Churchill og félögum Gylfi Páll Hersir skrifar 3. desember 2019 09:00 Af einhverjum sérstökum ástæðum hefur Winston Churchill verið hampað af ýmsum hin seinni ár, m.a. af höfundi Reykjavíkurbréfs sem mærir Churchill gjarnan í skrifum sínum. Sumum finnst Churchill töff kall. Samkvæmt goðsögninni drakk hann reiðinnar býsn af sterku áfengi dag hvern og reykti marga stóra vindla, borðaði mikið og nánast steppti því að sofa – var orðhvass og fór ávallt sínu fram óháð því hvað öðrum kynni að finnast, fór hvorki að hefðbundnum reglum né almennum siðvenjum – hans var mátturinn og dýrðin, alvöru karlmaður – sönn fyrirmynd sumra, en kannski fárra! Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það! Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja. Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að. Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“! Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Af einhverjum sérstökum ástæðum hefur Winston Churchill verið hampað af ýmsum hin seinni ár, m.a. af höfundi Reykjavíkurbréfs sem mærir Churchill gjarnan í skrifum sínum. Sumum finnst Churchill töff kall. Samkvæmt goðsögninni drakk hann reiðinnar býsn af sterku áfengi dag hvern og reykti marga stóra vindla, borðaði mikið og nánast steppti því að sofa – var orðhvass og fór ávallt sínu fram óháð því hvað öðrum kynni að finnast, fór hvorki að hefðbundnum reglum né almennum siðvenjum – hans var mátturinn og dýrðin, alvöru karlmaður – sönn fyrirmynd sumra, en kannski fárra! Churchill var lykilpersóna í stjórnmálum Bretlands og heimvaldaríkjanna allan fyrrihluta síðustu aldar og er arfleiðin skelfileg, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta í Afríku, Indlandi og víðar. Hann reyndi hvað hann gat til þess að berja niður uppreisn frelsishreyfingarinnar í Kenía en komið var upp gaddavírsgirtum einangrunarbúðum fjarri mannabyggðum, ekki ósvipuðum búðunum þar sem Þjóðverjar geymdu Gyðinga skömmu áður og var réttilega fordæmt. Hann tók virkan þátt í að steypa af stóli lýðræðislega kjörinni stjórn Mosaddeq í Íran 1953 og koma Resa Pahlavi keisara til valda sem ríkti með skelfilegu harðræði fram til uppreisnarinnar 1979. Indland og Churchill er harðneskulegur kapítuli útaf fyrir sig. Ekki má gleyma skelfilegu loftárásum Breta á Dresden þegar heimsvaldastríðinu var í raun lokið – hermdarárás á almenna borgara, ekki ósvipuð kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjanna á Japan sem hafði enga hernaðarlega þýðingu nema til að prófa sprengjuna. Churchill vildi rækta hinn hreina kynstofn eins og margur á þessum tíma, m.a. hér á landi, og lagði til lög sem mundu stemma stigu við „offjölgun stétta fávita og geðsjúklinga“, sem hann taldi „ógn við þjóð og kynþátt sem ómögulegt er að ýkja.“ Hann lagði til að „100.000 úrkynjaðir Bretar verði gerðir ófrjóir með valdi og aðrir settir í vinnubúðir til þess að hægja á hrörnun breska kynþáttarins.“Það munar ekki um það! Allt frá hruni Tyrkjaveldis (Ottómanveldisins) snemma á síðustu öld hafa átök heimsvaldaríkjanna um Írak verði miðpunktur átaka um olíuauðlindir í Mið-Austurlöndum. Í kjölfar þessa mændi breska ráðastéttin gráðugum augum á olíubirgðirnar og þá lykilstöðu sem Persaflóí hefur sem samgönguæð til og frá Indlandi, kórónu breska heimsveldisins og nýlendnanna í Norður-Afríku. Gerður voru fjöldi samninga við héraðsstjórnir á þessu svæði á tímum fyrri heimsstyrjaldar við þjóðernishreyfingar Araba þar sem sjálfstæði var lofað að stríðinu loknu styddu þær ekki Þjóðverja. Þrátt fyrir það gerði Bretlandsstjórn leynilega hið þekkta Sykes-Picot samkomulag 1916 við Frakka sem kvað á um skiptingu Tyrkjaveldis. Suður-Mesópotamía (Írak), Palestína og Jórdan m.a. féllu í hlut Bretlands en Sýrland, Líbanon ásamt hluta af Tyrklandi og Írak í hlut Frakka. Þessi samningar var gerður með vitund og vilja zar-stjórnarinnar í Rússlandi og leit hann fyrst dagsins ljós eftir byltinguna í Rússlandi 1917 en byltingarstjórnin opinberaði alla leynisamninga sem zarinn hafði komið að. Í júlí 1920 varð almenn uppreisn í Írak gegn hernámi erlendra ríkja. Uppreisnin var kveðin niður með umfangsmiklum loftárásum breska flughersins á þorp Araba, m.a. var beitt eiturgasi. Ráðherra stríðsmála, Winston Churchill svaraði þegar hann var spurður út í þessa tilraun til að nota efnavopn gegn „óhlýðnum“ Aröbum: „Ég styð heilshugar að beitt sé efnavopnum gegn frumstæðum (uncivilices) ættbálkum“! Í Fréttablaðinu 2. ágúst síðastliðinn er grein undir fyrirsögninni: Winston Churchill sjaldan fyrirferðameiri. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Og aðdáun á Churchill er ekki bara bundin við Bretland því víða um heim hittast menn reglulega til að spjalla og fræðast um ævi hans og arfleið. Á Íslandi er Churchill klúbbur sem hefur verið starfræktur frá 2008. Að sögn Árna Sigurðssonar, formanns klúbbsins, er hann hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins.“Spurningin mín er þessi: Teljast þessi örfáu sögubrot sem hér hafa verið rakin til hugrekkis, staðfestu, stórlyndis, velvilja eða virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins?Höfundur er áhugasamur um það sem er að gerast í heiminum.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar