Lækna-Tómas lenti í „óvæntri rassrifu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2019 22:54 Tómas með sundskýluna sálugu í höndunum. Facebook/Tómas Guðbjartsson „Slysin gera ekki boð á undan sér. Í vikunni var ég á leið í minn 2 km sundsprett þegar vinsamlegur maður hljóp á eftir mér og sagði það “borgaralega skyldu sína að láta mig vita”. Ég var þá við að stinga mér til sunds - og hélt að hér væri kominn virkjunarsinni sem vildi mig feigan. En ástæðan var sú að þjóhnappar mínir voru til sýnis í gegnum risa saumsprettu á Arena sundbuxunum.“ Svona hefst Facebook-færsla sem læknirinn Tómas Guðbjartsson, oft þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook fyrr í vikunni. Færslan ber yfirskriftina „Óvænt rassrifa í Vesturbæjarlaug.“ Þar lýsir hann atviki sem helst mætti lýsa sem pínlegu. Tómas heldur áfram: „Ég trúði þessu ekki þar til ég þreifaði á mínum kæru gluteus maximus - og fann strax að húð mætti húð. Mér til frekari hryllings rakst ég á líffæri sem eiga að vera framar á líkamanum. Ég þakkaði kærlega fyrir og bakkaði inn í sturtuklefann með lófana fyrir aftan bak. Ákvað að þakka meðborgara mínum á ensku - enda minna trauma að þykjast vera útlendingur við svona pínlegar aðstæður,“ skrifar Tómas, og bætir við að hrakfarir hans hafi ollið öðrum sundgestum í klefanum mikilli kátínu. Allt fór þó vel að lokum, þar sem Tómas gat leigt sér sundskýlu „án sleppibúnaðar,“ og haldið út í laug. Að lokum skrifar Tómas: „[Ég] er þakklátur fyrir eftirfarandi: Að það var myrkur Að ég fór ekki fyrst í pottinn Að það voru aðallega útlendingar í sundi Að borgarar þessa lands virði skyldur sínar.“ Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Slysin gera ekki boð á undan sér. Í vikunni var ég á leið í minn 2 km sundsprett þegar vinsamlegur maður hljóp á eftir mér og sagði það “borgaralega skyldu sína að láta mig vita”. Ég var þá við að stinga mér til sunds - og hélt að hér væri kominn virkjunarsinni sem vildi mig feigan. En ástæðan var sú að þjóhnappar mínir voru til sýnis í gegnum risa saumsprettu á Arena sundbuxunum.“ Svona hefst Facebook-færsla sem læknirinn Tómas Guðbjartsson, oft þekktur sem Lækna-Tómas, birti á Facebook fyrr í vikunni. Færslan ber yfirskriftina „Óvænt rassrifa í Vesturbæjarlaug.“ Þar lýsir hann atviki sem helst mætti lýsa sem pínlegu. Tómas heldur áfram: „Ég trúði þessu ekki þar til ég þreifaði á mínum kæru gluteus maximus - og fann strax að húð mætti húð. Mér til frekari hryllings rakst ég á líffæri sem eiga að vera framar á líkamanum. Ég þakkaði kærlega fyrir og bakkaði inn í sturtuklefann með lófana fyrir aftan bak. Ákvað að þakka meðborgara mínum á ensku - enda minna trauma að þykjast vera útlendingur við svona pínlegar aðstæður,“ skrifar Tómas, og bætir við að hrakfarir hans hafi ollið öðrum sundgestum í klefanum mikilli kátínu. Allt fór þó vel að lokum, þar sem Tómas gat leigt sér sundskýlu „án sleppibúnaðar,“ og haldið út í laug. Að lokum skrifar Tómas: „[Ég] er þakklátur fyrir eftirfarandi: Að það var myrkur Að ég fór ekki fyrst í pottinn Að það voru aðallega útlendingar í sundi Að borgarar þessa lands virði skyldur sínar.“
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira