Vinsæl tegund af jólatrjám veðurteppt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:49 Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn. Jól Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Jólatréssala er komin í fullan gang og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur er á meðal þeirra sem standa vaktina í vertíðinni. Sending af stafafuru, sem nýtur aukinna vinsælda meðal Íslendinga, sat þó veðurteppt þegar fréttamann bar að garði við söluna í kvöld en vongóðir kaupendur þurfa ekki að örvænta – hringt verður í þá þegar furan kemur í bæinn. Margir höfðu gert sér ferð til Flugbjörgunarsveitarinnar um kvöldmatarleytið í kvöld til að kaupa jólatré. Sveinn Hákon Harðarson meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni sagði marga hafa verið snemma í jólatréskaupunum í ár en fjöldinn verði þó meiri eftir því sem nær líður jólum.En hver eru vinsælustu trén?„Það er helmingur Normannsþinur og helmingur íslensku trén. Stafafura þá helst af þessum íslensku og það er eiginlega vaxandi, þessi íslensku tré. Þau eru svona hægt og rólega að taka fram úr,“ sagði Sveinn. Aðdáendur stafafurunnar gripu þó margir í tómt í kvöld þar sem sending af trjánum komst ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna veðurs. Vegum hefur víða verið lokað á landinu í dag en gular viðvaranir eru í gildi um stærstan hluta landsins. Öxnadalsheiði, Víkurskarði og hringveginum í Öræfum hefur til að mynda öllum verið lokað vegna veðurs. „Já, við lentum í smá vandræðum með stafafuruna tímabundið. Sendingin sem átti að koma í dag hún er eiginlega veðurteppt. Það er búið að hlaða bílinn en hann á eftir að komast af stað vegna veðurs.“Þannig að það er nóg til en hún á bara eftir að koma í bæinn?„Já, við tökum bara niður fólk á lista og hringjum þegar þetta kemur,“ sagði Sveinn.
Jól Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira