Gleðileg jól eða hvað... Bryndís Jónsdóttir skrifar 17. desember 2019 08:00 Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Skóla - og menntamál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Jólafriður, jólakósý, jólakakó, jólalög, jólasmákökur og jólagleði. Krafan er einföld og skýr, allir eiga að gefa sér tíma til að njóta aðventunnar, hafa það notalegt um jólin og umfram allt vera glaðir...alltaf. En hver er hinn blákaldi veruleiki? Desember er sennilega einn annasamasti mánuður ársins hjá mörgum fjölskyldum. Fullorðna fólkið hefur sína dagskrá.... jólahlaðborð með vinnunni, búa til karamellukransa, jólasaumaklúbburinn, aðventuferðin til Þýskalands, smakka jólabjórinn og Beaujolais Nouveau, jólaþrifin, heimsækja ættingjana sem búið er að vanrækja allt árið, kaupa jólagjafirnar nú eða föndra þær. Aðstoða jólasveininn við að útvega skógjafir og gera piparkökuhús. Jólakortaskrifin eru á undanhaldi en jólasmákökurnar baka sig ekki sjálfar þótt það sé nú reyndar orðið auðveldara að kaupa tilbúnar smákökur en áður. En þú mætir ekki í kökuskiptipartýið með kökur úr búð...þar fór það. Ef þú ert ekki á kafi í öllu þessu þá ertu kannski að vinna eins og skepna allan mánuðinn því herlegheitin kosta jú sitt og enginn má vera minni en næsti maður þegar kemur að jólaskreytingum, jólamat og huggulegum jólatónleikum sem kosta hálfan handlegg. Væntingarnar eru keyrðar upp í topp og þeir sem ekki geta eða vilja vera með í brjálæðinu sitja eftir með einhvers konar ófullnægjutilfinningu. Dagskrá barnanna Eins og þetta sé nú ekki nóg þá byrjar fjörið fyrst þegar jóladagskrá barnanna lítur dagsins ljós. Skólinn byrjar. Það á að mæta í jólapeysu þennan daginn....eins og það sé lögmál að allir eigi jólapeysu, litríkum sokkum næsta dag, koma með pening fyrir kaffihúsa- eða bíóferð þriðja daginn og smákökur í nesti hinn daginn og svo er skertur dagur í skólanum, helgileikur og jólaskemmtanir á tímum sem engan veginn henta vinnandi fólki. Hvernig í veröldinni eiga foreldrar að komast yfir að vita hvenær hver á að mæta hvar og með hvað ef mörg börn eru á heimilinu? Og svo eru það tómstundirnar og íþróttirnar. Það er jólamót í fótbolta, handbolta, fimleikum og sundi, danssýning og lúðrasveitartónleikar helgina fyrir jól en auðvitað þarf líka að hafa jólahitting og aukaæfingar. Of mikið í gangi Er nema von að margir foreldrar séu örmagna og börnin uppfull af kvíða og spennu þegar jólin loksins ganga í garð? Þurfum við ekki að bakka aðeins út úr þessum kröfum sem koma úr öllum áttum og skoða hvort þetta er allt alveg nauðsynlegt? Væri kannski ráð að hætta að hlaða öllum uppákomum á þennan tíma í desember, gefa fjölskyldum tíma til að njóta aðventunnar í raun og veru, hlúa hvert að öðru, gera minni kröfur til hvers annars og okkar sjálfra og finna aftur friðinn og kyrrðina innra með okkur? Breytum þessu og gerum það saman því bætt samfélag og betri líðan er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun