Af hverju viltu eyðileggja jólin? Daðey Albertsdóttir skrifar 16. desember 2019 13:00 Í gær fékk ég þessa spurningu: „Af hverju viltu eyðileggja jólin? Engir pakkar og ekkert kjöt, hvað er þá eftir?“ Spurningin var vissulega sett fram í gríni en hún fékk mig samt til að hugsa, er ég að eyðileggja jólin? Síðastliðið ár hefur viðhorf mitt gagnvart umhverfinu gjörbreyst og hegðun mín líka. Ég er meðvitaðri um afleiðingar sem hegðun okkar hefur á jörðina og umhverfismál eru mér ofarlega í huga. Ég og maðurinn minn ákváðum því að fækka jólagjöfunum í ár. Ef ég hefði fengið að velja hefðum við hætt alfarið að gefa gjafir en stundum þarf maður víst að fara milliveginn. Við ákváðum því að fækka gjöfum og einblína frekar á að gefa upplifanir heldur en hluti. Í stað þess að gefa litlu frænkum mínum gjafir ákvað ég frekar að bjóða þeim í heimsókn að baka og skreyta piparkökur. Í stað þess að gefa miðju bróður mínum gjöf ákváðum við að fara saman á jólatónleika. Sá elsti var himinlifandi yfir að ég vildi sleppa því að gefa gjafir enda hefur hann kvartað yfir þessu í mörg ár. Strákurinn minn er bara tveggja og hálfs árs og er því tilvalið að breyta þessu núna áður en hann venst því að fá 10-15 pakka á aðfangadag. Þar sem að umhverfismál hafa verið mér ofarlega í huga ákvað ég einnig að rökrétt skref til að minnka kolefnissporið mitt væri að hætta að borða kjöt. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi kjöts svo þetta var frekar auðvelt ákvörðun. Jólamaturinn í ár verður því ekki reykt svínakjöt eða villibráð heldur innbakað grænmeti í smjördeig með tilheyrandi meðlæti. Þó svo að maðurinn minn borði enn þá kjöt er hann hæstánægður með að heimilið sé orðið kjötlaust. En þegar ég fékk spurninguna hér að ofan fór ég að hugsa; af hverju höldum við jólin? Af hverju held ég jólin? Ég hef aldrei verið trúuð. Sem barn hafði ég vissulega gaman af því að fara í sunnudagsskólann en ég byrjaði fljótt að efast. Ég man eftir mér þegar ég var 14 ára að rökræða við vinkonu mína um að guð væri ekki til og ef einhver sagði „guð blessi þig“ þegar ég hnerraði var svarið frá mér „guð er ekki til“. Ég var vissulega uppreisnarunglingur með svart hár og gekk í hljómsveitarbolum. Ég spilaði á gítar og á jólaballið í tíunda bekk mætti ég í gallabuxum og Metallica bol á meðan hinar stelpurnar mættu í kjólum, já ég var töff. Ég skírði ekki barnið mitt og giftingin okkar fór fram hjá sýslumanni og var svo haldið upp á það með athöfn þar sem vinir okkar „gáfu okkur saman“. Þrátt fyrir þetta trúleysi er ég eitt mesta jólabarn sem ég þekki. Ég elska jólin. Ég elska jólalög. Ég elska að baka smákökur og taka þátt í öllu jólastússinu. Þetta gæti hljómað eins og smá mótsögn en ég, eins og svo margir, held ekki jólin af því að ég er trúuð, heldur vegna þess að þetta er falleg fjölskylduhátíð sem er rótgróin í menningu okkar. Þó svo að jólin séu falleg fjölskylduhátíð þá er svo margt sem þeim fylgir sem mér líkar ekki við. Það helsta er öll neyslan og allur óþarfinn. Það að vinna aukalega til að eiga fyrir öllum þessum gjöfum er það helsta sem ég vil sleppa. Við þurfum ekki meira dót. Við þurfum ekki allan þennan óþarfa. Jólin er tími tilbreytinga. Við gerum reglulega vel við okkur í mat og flest okkar eigum nóg. Við borðum vikulega ef ekki daglega sætindi. Það sem okkur og börnunum okkar skortir hins vegar eru ánægjulegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Baka piparkökur með frænkum sem við hittum of sjaldan. Fara á jólatónleika með fjölskyldunni. Sækja barnið í leikskólann á snjóþotu og taka strætó á bókasafnið. Þar liggur raunverulega tilbreytingin. Fyrir mér eru jólin kærkominn tími til að taka sér samviskubitslaust frí og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Að fækka gjöfum og taka frekar 1-2 daga aukalega í frí er eitthvað sem ég mun alltaf velja fram yfir það að gefa fullt af gjöfum. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég er í ákveðinni forréttindastöðu að hafa tök á því sem ekki allir hafa. Í dag er þetta sérstaklega mikilvægt. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru að verða meira og meira sjáanlegar og því er nauðsynlegt að fara að endurskoða allt sem við gerum. Það er því tilvalið að setjast niður með sjálfum sér og hugsa „af hverju held ég jólin?“ „hvað vil ég gera?“ „er ég að haga mér eftir mínum gildum og því sem mér finnst mikilvægast?“. Það að kaupa minna, borða minna kjöt og taka því rólega er frábær leið til að minnka kolefnisfótsporið sitt. Auk þess minnkar þetta á fjárhagsáhyggjurnar sem virðast vera fastur og leiðinlegur fylgifiskur jólanna. Svo eru fallegar minningar um samverustundir eitthvað sem lifir mun lengur í huga barnanna okkar heldur en barbie-dúkkan sem þau fengu í jólagjöf. Það er því nokkuð ljóst að ég er ekki að eyðileggja jólin, heldur að gera þau svo miklu betri.Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Umhverfismál Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég þessa spurningu: „Af hverju viltu eyðileggja jólin? Engir pakkar og ekkert kjöt, hvað er þá eftir?“ Spurningin var vissulega sett fram í gríni en hún fékk mig samt til að hugsa, er ég að eyðileggja jólin? Síðastliðið ár hefur viðhorf mitt gagnvart umhverfinu gjörbreyst og hegðun mín líka. Ég er meðvitaðri um afleiðingar sem hegðun okkar hefur á jörðina og umhverfismál eru mér ofarlega í huga. Ég og maðurinn minn ákváðum því að fækka jólagjöfunum í ár. Ef ég hefði fengið að velja hefðum við hætt alfarið að gefa gjafir en stundum þarf maður víst að fara milliveginn. Við ákváðum því að fækka gjöfum og einblína frekar á að gefa upplifanir heldur en hluti. Í stað þess að gefa litlu frænkum mínum gjafir ákvað ég frekar að bjóða þeim í heimsókn að baka og skreyta piparkökur. Í stað þess að gefa miðju bróður mínum gjöf ákváðum við að fara saman á jólatónleika. Sá elsti var himinlifandi yfir að ég vildi sleppa því að gefa gjafir enda hefur hann kvartað yfir þessu í mörg ár. Strákurinn minn er bara tveggja og hálfs árs og er því tilvalið að breyta þessu núna áður en hann venst því að fá 10-15 pakka á aðfangadag. Þar sem að umhverfismál hafa verið mér ofarlega í huga ákvað ég einnig að rökrétt skref til að minnka kolefnissporið mitt væri að hætta að borða kjöt. Ég hef aldrei verið mikill aðdáandi kjöts svo þetta var frekar auðvelt ákvörðun. Jólamaturinn í ár verður því ekki reykt svínakjöt eða villibráð heldur innbakað grænmeti í smjördeig með tilheyrandi meðlæti. Þó svo að maðurinn minn borði enn þá kjöt er hann hæstánægður með að heimilið sé orðið kjötlaust. En þegar ég fékk spurninguna hér að ofan fór ég að hugsa; af hverju höldum við jólin? Af hverju held ég jólin? Ég hef aldrei verið trúuð. Sem barn hafði ég vissulega gaman af því að fara í sunnudagsskólann en ég byrjaði fljótt að efast. Ég man eftir mér þegar ég var 14 ára að rökræða við vinkonu mína um að guð væri ekki til og ef einhver sagði „guð blessi þig“ þegar ég hnerraði var svarið frá mér „guð er ekki til“. Ég var vissulega uppreisnarunglingur með svart hár og gekk í hljómsveitarbolum. Ég spilaði á gítar og á jólaballið í tíunda bekk mætti ég í gallabuxum og Metallica bol á meðan hinar stelpurnar mættu í kjólum, já ég var töff. Ég skírði ekki barnið mitt og giftingin okkar fór fram hjá sýslumanni og var svo haldið upp á það með athöfn þar sem vinir okkar „gáfu okkur saman“. Þrátt fyrir þetta trúleysi er ég eitt mesta jólabarn sem ég þekki. Ég elska jólin. Ég elska jólalög. Ég elska að baka smákökur og taka þátt í öllu jólastússinu. Þetta gæti hljómað eins og smá mótsögn en ég, eins og svo margir, held ekki jólin af því að ég er trúuð, heldur vegna þess að þetta er falleg fjölskylduhátíð sem er rótgróin í menningu okkar. Þó svo að jólin séu falleg fjölskylduhátíð þá er svo margt sem þeim fylgir sem mér líkar ekki við. Það helsta er öll neyslan og allur óþarfinn. Það að vinna aukalega til að eiga fyrir öllum þessum gjöfum er það helsta sem ég vil sleppa. Við þurfum ekki meira dót. Við þurfum ekki allan þennan óþarfa. Jólin er tími tilbreytinga. Við gerum reglulega vel við okkur í mat og flest okkar eigum nóg. Við borðum vikulega ef ekki daglega sætindi. Það sem okkur og börnunum okkar skortir hins vegar eru ánægjulegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Baka piparkökur með frænkum sem við hittum of sjaldan. Fara á jólatónleika með fjölskyldunni. Sækja barnið í leikskólann á snjóþotu og taka strætó á bókasafnið. Þar liggur raunverulega tilbreytingin. Fyrir mér eru jólin kærkominn tími til að taka sér samviskubitslaust frí og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Að fækka gjöfum og taka frekar 1-2 daga aukalega í frí er eitthvað sem ég mun alltaf velja fram yfir það að gefa fullt af gjöfum. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég er í ákveðinni forréttindastöðu að hafa tök á því sem ekki allir hafa. Í dag er þetta sérstaklega mikilvægt. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru að verða meira og meira sjáanlegar og því er nauðsynlegt að fara að endurskoða allt sem við gerum. Það er því tilvalið að setjast niður með sjálfum sér og hugsa „af hverju held ég jólin?“ „hvað vil ég gera?“ „er ég að haga mér eftir mínum gildum og því sem mér finnst mikilvægast?“. Það að kaupa minna, borða minna kjöt og taka því rólega er frábær leið til að minnka kolefnisfótsporið sitt. Auk þess minnkar þetta á fjárhagsáhyggjurnar sem virðast vera fastur og leiðinlegur fylgifiskur jólanna. Svo eru fallegar minningar um samverustundir eitthvað sem lifir mun lengur í huga barnanna okkar heldur en barbie-dúkkan sem þau fengu í jólagjöf. Það er því nokkuð ljóst að ég er ekki að eyðileggja jólin, heldur að gera þau svo miklu betri.Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar