Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir við afnám skortkvóta Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. desember 2019 14:12 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen. Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03
Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00
Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09