Leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði einum leikmanni 122 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:30 Markus Golden hefur verið besti varnarmaður New York Giants á leiktiðinni. Getty/Emilee Chinn Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014. NFL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014.
NFL Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira