Verksmiðjan hafnar því að nota nauðungarvinnu við jólakortagerð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 15:08 Florence Widdicombe með sambærilegt jólakort og skilaboðin fundust í. Vísir/AP Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar. Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Verksmiðjan sem framleiddi jólakortin sem seld voru í Tesco hefur hafnað ásökunum um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. Peter Humphrey, blaðamaður sem sat í Qingpu fangelsinu í Kína, segist gruna hvaða fangi skrifaði skilaboð í jólakortið en í skilaboðunum var handhafi kortsins beðinn um að gera mannréttindasamtökum viðvart og hafa samband við Humphrey. Það var hin sex ára gamla Florence Widdicombe sem fann skilaboðin þegar hún var í óðaönn að skrifa jólakveðjur til skólafélaga sinna. Þegar hún var að hefjast handa við að skrifa inn í sjötta kortið rakst hún á skilaboðin í stórum stöfum.Sjá einnig: Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti „Við erum erlendir fangar í Shanghai Qingpu fangelsinu í Kína. Við erum neydd til starfa gegn okkar vilja. Vinsamlegast hjálpið okkur og hafið samband við mannréttindasamtök,“ stóð í kortinu. Í kjölfarið stöðvaði Tesco framleiðslu kortanna og tilkynnti að það hygðist hefja rannsókn á málinu. Humphrey var í viðtali við BBC í dag þar sem hann rifjaði upp fangelsisvist sína. Hann lýsti lífinu í fangelsinu sem mjög dapurlegu, 250 erlendir fangar hafi verið í álmunni þar sem hann dvaldi og deildi hann klefa með ellefu öðrum föngum. Valkvæð vinna orðin nauðungarvinna Humphrey segir föngum hafa boðist að vinna þegar hann dvaldi í fangelsinu. Þá gátu fangar unnið til þess að þéna peninga sem fóru í kaup á sápu, tannkremi eða öðrum nauðsynjum. Í dag sé sú vinna ekki lengur valkvæð heldur líkist frekar nauðungarvinnu. „Þetta var skrifað af einhverjum klefafélögum mínum frá þeim tíma sem eru enn að afplána sína dóma,“ segir Humphrey en hann segist hafa verið fangelsaður á grundvelli „upploginna saka“ sem fóru aldrei fyrir hefðbundna dómstóla. Hann var fangelsaður í tvö ár og afplánaði þar af níu mánuði í Qingpu fangelsinu. Humphrey segist gruna hver skrifaði skilaboðin. Hann ætli þó ekki að opinbera nafn viðkomandi. Fjölskyldan sem fann skilaboðin hafði samband við Humphrey á Linkedin og gerði honum viðvart. Í kjölfarið setti hann sig í samband við fyrrum fanga í fangelsinu sem staðfesti að sú valkvæða vinna sem hafði áður verið væri nú orðin nauðungarvinna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í samtali við blaðamenn í dag að ásakanirnar væru uppspuni og farsi sem Humphrey hafði skapað. Hann hafnaði því að nauðungarvinna ætti sér stað innan veggja fangelsisins. Zhejiang Yunguang Printing, kortaframleiðandinn sem Tesco var í viðskiptum við, hefur fullyrt að ásakanir um ómannúðlegar aðstæður við gerð kortanna séu rangar.
Bretland Kína Tengdar fréttir Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Sex ára stúlka fann hjálparkall frá fanga í jólakorti Breska verslunarkeðjan Tesco hefur hætt framleiðslu jólakorta í verksmiðju í Kína eftir að grunur vaknaði um ómannúðlegar aðstæður við framleiðslu þeirra. 22. desember 2019 15:07