Forsætisráðherra Ástralíu biðst afsökunar á að hafa farið í frí til Hawaii Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 06:38 Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið í frí til Hawaii í þessari í viku á meðan ástandið í landinu versnaði til muna vegna skógarelda sem þar hafa geisað undanfarna mánuði. Slökkviliðsmenn berjast nú við meira en 100 elda sem loga víðs vegar um landið en síðustu tveir dagar hafa verið þeir heitustu í sögu Ástralíu. Tveir slökkviliðsmenn, sem voru í sjálfboðastarfi við að slökkva skógareldana, létust í bílslysi í gær þegar verið fara að fara með þá á svæði mikils elds við Sydney. Fjarvera Morrison nú í vikunni hefur vakið reiði þjóðarinnar sem hefur meðal annars mótmælt þeirri ákvörðun forsætisráðherrans að fara í frí þegar svo alvarlegt ástand ríkir í landinu. Á samfélagsmiðlum notaðist fólk við myllumerkin #WhereisScoMo, #WhereTheBloodyHellAreYou og #FireMorrison til að lýsa yfir óánægju sinni með þá ákvörðun forsetans að fara í frí. Gagnrýnin jókst þegar eldarnir breiddust enn meira út nú í vikunni þannig að verkefni örþreyttra slökkviliðsmanna, sem margir eru sjálfboðaliðar, varð enn erfiðara. Ráðherrar í ríkisstjórn Morrison vörðu ákvörðun hans um að fara í frí og sögðu hana viðeigandi. Ráðherrarnir neituðu hins vegar að staðfesta hvar forsætisráðherrann væri í fríi og skrifstofa Morrison sagði við BBC og aðrar fréttastofur að fregnir af því að hann væri á Hawaii væru rangar. Morrison staðfesti hins vegar í viðtali við útvarpsstöðina 2GB í dag að hann væri á Hawaii með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu sagði hann að hann myndi koma úr fríinu eins fljótt og mögulegt væri. „Ég sé mikið eftir því að hafa móðgað marga af þeim Áströlum sem hafa fundið fyrir áhrifum af þessum hræðilegu skógareldum með því að fara í frí með fjölskyldu minni á þessum tímapunkti,“ sagði Morrison. Átta manns hafa látið lífið í eldunum og 700 heimili hafa brunnið til grunna síðan þeir kviknuðu í september síðastliðnum.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira