Maðurinn sem keypti Gylfa vill frekar starf í Japan en að snúa aftur í ensku deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2020 13:00 Andre Villas-Boas þakkar hér Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu hans í leik með Tottenham á gamla White Hart Lane. Getty/Tim Parker Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Andre Villas-Boas er búinn að gefa það út að hann vilji frekar fá starf í japönsku deildinni en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem bæði Chelsea og Tottenham létu hann taka pokann sinn. Andre Villas-Boas er nú stjóri Marseille sem endaði í öðru sæti í frönsku deildinni á þessu tímabili og komst þar með í Meistaradeildina 2020-21. Andre Villas-Boas kom til Chelsea árið 2011 eftir að hafa unnið portúgölsku deildina og Evrópudeildina með Porto tímabilið á undan. Hann var hins vegar rekinn frá félaginu eftir aðeins níu mánuði í starfi. Sumarið eftir fékk hann annað starf í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tók við liði Tottenham. Andre Villas-Boas says he would rather manage in JAPAN than return to the Premier League https://t.co/0eh04s4dqA— MailOnline Sport (@MailSport) May 6, 2020 Fyrstu kaup Andre Villas-Boas eftir að hann tók við liði Tottenham í júlí 2012 var að kaupa íslenska landsliðsmiðjumaninn Gylfa Þór Sigurðsson frá þýska liðinu 1899 Hoffenheim fyrir átta milljónir punda. Kaupin gengu í gegn daginn eftir að Villas-Boas hafði sjálfur skrifað undir þriggja ára samning hjá félaginu. Villas-Boas entist þó bara hjá Tottenham í eitt og hálft ár því hann var rekinn frá Tottenham í desember 2013 og hálfu ári síðar var Tottenham búið að selja Gylfa til Swansea City. Gylfi Sigurdsson revealed a conversation with Andre Villas-Boas was enough to convince him to sign for Tottenham. http://t.co/aIoTJuc0— Sky Sports (@SkySports) July 4, 2012 „Ég hef áður sagt að menn væru líklegri til að sjá mig taka aftur þátt í Dakar kappakstrinum en að ég snú aftur í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Andre Villas-Boas við RMC. „Landfræðilega þá hefði ég gaman af því að fara til Japans. Ég væri til að upplifa japanska menningu og japanskan fótbolta,“ sagði Villas-Boas Þrátt fyrir góðan árangur á tímabilinu vill Villas-Boas fullvissa sig um að hann fái pening frá franska liðinu í sumar til að styrkja liðið fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. „Ég þarf að fá að vita meira um hvernig menn ætla að byggja þetta lið upp. Ég vil fá að vita hverjir fara með mér í þetta ferðalag. Við verðum að geta tekið ákvarðanir,“ sagði Villas-Boas. „Það gengur vel hjá Marseille og ég vil því ekki leita af öðru starfi eða öðrum tækifærum. Ég vil fá að spila í Meistardeildinni með Marseille en ég vil um leið fá að vita hvernig fjárhagsstaðan er. Ef við getum ekki staðið okkur vel þá er það ekki þess virði,“ sagði Villas-Boas. „Það er mikilvægt fyrir mig að ég ásamt íþróttastjóranum fáum tækifæri til að fara á leikmannamarkaðinn og ná í gæðaleikmenn þó að þetta séu erfiðar aðstæður. Við verðum að vera samkeppnishæfir. Við erum samt ekki svo einfaldir að við gleymum peningastöðu félagsins,“ sagði Andre Villas-Boas.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira