Utanríkisráðuneytið leggur fram 276 milljónir króna til þróunarríkja vegna heimsfaraldursins Heimsljós 6. maí 2020 15:05 WFP/ Badre Bahaji Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. „Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Það ríkir mikil samstaða um það, ekki síst meðal norrænu þjóðanna, að styðja fátækustu ríkin á þessum erfiðu tímum. Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og framlögum okkar verður að mestu leyti ráðstafað af alþjóðastofnunum og mannúðarsamtökum til þjóða þar sem þörfin er mest,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Brugðist er við COVID-19 mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna með því að fela þremur stofnunum samtakanna að ráðstafa 70 milljónum króna. Af þeim fara 30 milljónir til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), 20 milljónir til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og 20 milljónir til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA). Að auki fer 25 milljóna króna framlag til Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA). Til nýstofnaðs COVID-19 þróunarsjóðs SÞ (COVID-19 UN Response and Recovery Fund) verður 20 milljónum króna varið og 25 milljónum króna verður ráðstafað til orkusviðs Alþjóðabankans í því skyni að knýja heilsugæslustöðvar í sunnanverðri Afríku áfram með endurnýjanlegri sólarorku. Alþjóðaráði Rauða krossins er falið að ráðstafa 20 milljónum króna og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins fær 28 milljónir vegna COVID-19 neyðarkalls, en hluti af framlaginu kemur til vegna rammasamnings ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi. Til samstarfsþjóðanna fara 66 milljónir til skólamáltíða fyrir nemendur í fiskimannasamfélögum í Buikwe í Úganda sem er samstarfshérað Íslands, og 15 milljónir vegna COVID-19 viðbragðsáætlunar fyrir sjúkrahús og heilsugæslur í sama héraði. Til Malaví er 7 milljónum króna varið til viðbragðsáætlunar yfirvalda í Mangochi, samstarfshéraði Íslands. Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstu vikum og misserum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. „Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Það ríkir mikil samstaða um það, ekki síst meðal norrænu þjóðanna, að styðja fátækustu ríkin á þessum erfiðu tímum. Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og framlögum okkar verður að mestu leyti ráðstafað af alþjóðastofnunum og mannúðarsamtökum til þjóða þar sem þörfin er mest,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Brugðist er við COVID-19 mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna með því að fela þremur stofnunum samtakanna að ráðstafa 70 milljónum króna. Af þeim fara 30 milljónir til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), 20 milljónir til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og 20 milljónir til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA). Að auki fer 25 milljóna króna framlag til Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA). Til nýstofnaðs COVID-19 þróunarsjóðs SÞ (COVID-19 UN Response and Recovery Fund) verður 20 milljónum króna varið og 25 milljónum króna verður ráðstafað til orkusviðs Alþjóðabankans í því skyni að knýja heilsugæslustöðvar í sunnanverðri Afríku áfram með endurnýjanlegri sólarorku. Alþjóðaráði Rauða krossins er falið að ráðstafa 20 milljónum króna og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins fær 28 milljónir vegna COVID-19 neyðarkalls, en hluti af framlaginu kemur til vegna rammasamnings ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi. Til samstarfsþjóðanna fara 66 milljónir til skólamáltíða fyrir nemendur í fiskimannasamfélögum í Buikwe í Úganda sem er samstarfshérað Íslands, og 15 milljónir vegna COVID-19 viðbragðsáætlunar fyrir sjúkrahús og heilsugæslur í sama héraði. Til Malaví er 7 milljónum króna varið til viðbragðsáætlunar yfirvalda í Mangochi, samstarfshéraði Íslands. Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstu vikum og misserum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent