Af góðum hugmyndum og slæmum Jón Ingi Hákonarson skrifar 8. maí 2020 08:30 Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Hvernig veit maður hvort hugmynd sé góð eða slæm? Sú leið sem við notum til að komast að því er hugmyndavinnan sjálf. Hugmyndavinnan er ekki það sama og að fá hugmynd, hugmyndavinnan er það sem gerist í kjölfar þess að hugmynd lýst niður. Hugmyndavinnan fer þannig fram að hugmyndin er tekin og skoðuð frá öllum hliðum, mögulegar afleiðingar rannsakaðar, hugmyndin er gagnrýnd í bak og fyrir. Það má eiginlega segja að hún sé tekin í sundur og sett aftur saman, hent í skilvinduna og ef hugmyndin stendur það af sér, má með sanni segja að um góða hugmynd sé að ræða. Hugmynd meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðismanna um að selja eignarhluta okkar Hafnfirðinga í HS Veitum er hugmynd. Til að ganga úr skugga um að hugmyndin sé góð er það í verkahring okkar sem minnihlutann skipar að taka þessa hugmynd alvarlega og rýna hana frá öllu hliðum til gagns. Að velta fyrir sér mögulegum afleiðingum og miðað við viðbrögð meirihlutans, afleiðingum sem hann sá ekki fyrir. Ein af meinsemdum stjórnmálanna er sú að hugmyndir eru takmörkuð auðlind í þessum geira. Þetta veldur annarri meinsemd sem er sú að of oft verða stjórnmálamenn ástfangnir af eigin hugmyndum og passa upp á þær eins og þær séu viðkvæmur hvítvoðungur. „Það skal enginn vera vondur við mína hugmynd“. Þetta leiðir til þess að umræðan um hugmyndina leiðist einum of oft út í einræður um fólkið sem gagnrýnir hugmyndina og ég notast hér við upphaflegu skilgreininguna á gagnrýni; að rýna til gagns. Aftur á móti hefur það ágæta hugtak fengið á sig þann stimpil að vera niðurrif, en ekki rýni til gagns. Tilgangur hugmyndavinnunnar er að stækka hugmyndina, betrumbæta hana og sjá fyrir sér sem flestar mögulegar afleiðingar hennar. Eins og með flestar hugmyndir sem til okkar koma þá líta þær oft vel út við fyrstu sýn, eru fjarskafallegar. En starf okkar snýst um að skella sér í vinnugallann og taka vel á hugmyndinni. Minn bakgrunnur er úr leikhúsinu, þar eru hugmyndir ekki takmarkandi auðlind. Þumalputtareglan er sú að maður fær a.m.k. 10 vondar hugmyndir áður en góð hugmynd stingur sér niður. Það sama á við í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Við verðum að hafa hugrekkið til að takast á um hugmyndina, álagsprófa hana og rýna. Á meðan skipulagið í stjórnmálum er eins og nú, að myndaður sé meirihluti sem fer með valdið, þá er það hlutverk okkar sem veljast í minnihluta að álagsprófa hugmyndir valdhafanna. Góð hugmynd stenst nefnilega álagsprófið og verður fyrir vikið að betri ákvörðun. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun