Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Sylvía Hall skrifar 2. apríl 2020 23:12 Frá New York í dag. Staðan er grafalvarleg og hefur ríkið farið einna verst út úr faraldrinum í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur ráðlagt íbúum að hylja vit sín þegar þeir eru utandyra. Áður hafði borgarstjórinn aðeins ráðlagt þeim sem eru veikir að hylja vit sín með andlitsgrímum. De Blasio hvatti þó fólk til þess að nýta hluti sem það ætti nú þegar, til að mynda trefla eða klúta, í stað þess að nota andlitsgrímur líkt og notaðar eru á sjúkrahúsum. Það gæti gert skort á hlífðarbúnaði enn alvarlegri, en New York ríki hefur farið einna verst út úr faraldrinum í Bandaríkjunum. „Þegar þú hugsar um grímur, þá hugsar þú um það sem heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðilar nota. Þeir dýrmætu birgðir sem við erum að fá, þessi hlífðarbúnaður, hann er fyrir það fólk og alla í framlínunni sem þurfa á honum að halda,“ sagði de Blasio á blaðamannafundi í dag. Nærri 240 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og mikill fjöldi þeirra smita er í New York ríki. Síðdegis í dag var 92.381 tilfelli staðfest í ríkinu og tæplega 2.500 höfðu látist. Bill de Blasio.Vísir/Getty Núverandi fjöldi öndunarvéla dugar í sex daga Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir núverandi fjölda öndunarvéla í ríkinu aðeins duga í sex daga miðað við núverandi þróun. Hann segir stöðuna alvarlega og með þessu áframhaldi muni enn fleiri láta lífið. „Ef manneskja kemur og þarf á öndunarvél að halda og þú ert ekki með öndundarvél, þá deyr viðkomandi,“ sagði Cuomo á upplýsingafundi í Albany í dag. „Það er jafnan hérna. Akkúrat núna bendir notkunin til þess að við getum aðeins sinnt þeim sem þurfa næstu sex daga.“ Ríkisstjórinn segir um það bil 2.200 öndunarvélar vera lausar í borginni og um 350 nýir sjúklingar á dag þyrftu á öndunarvél að halda. Miðað við þær tölur væru 2.200 öndunarvélar ekki lengi að fara. Á vef New York Times er haft eftir læknum í borginni að mikill skortur sé á búnaði til þess að sinna sjúklingum. Fljótlega gæti komið til þess að læknar þyrftu að taka erfiðar ákvarðanir um hver fengi aðhlynningu og hver ekki. Andrew Cuomo segir stöðuna slæma og mikil hætta sé á öndunarvélaskorti í ríkinu.Vísir/Getty Geta ekki treyst á Hvíta húsið Að sögn Cuomo ræddi hann við Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Hann sagðist vera fullviss um að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til þess að hjálpa, en taldi ekki líklegt að Hvíta húsið myndi bregðast við í tæka tíð. „Ég held að ríkisstjórnin sé ekki í aðstöðu til þess að útvega þann fjölda öndunarvéla sem þjóðin þarf á að halda,“ sagði Cuomo. Hann sagði ríkið vera að undirbúa óvissuáætlun og samhliða því að reyna að útvega öndunarvélar á opnum markaði. Þá væri verið að reyna að breyta svokölluðum ytri öndunarvélum til þess að þær gætu verið notaðar við meðferð COVID-19 sjúklinga. Yfir 20 þúsund heilbrigðisstarfsmenn frá öðrum ríkjum hafa boðið fram aðstoð sína í New York. Þá hafa starfsmenn komnir á eftirlaun einnig boðið fram aðstoð sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Fjöldi látinna í Bandaríkjunum hefur tvöfaldast á þremur dögum Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum. 1. apríl 2020 06:32 Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 31. mars 2020 22:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur ráðlagt íbúum að hylja vit sín þegar þeir eru utandyra. Áður hafði borgarstjórinn aðeins ráðlagt þeim sem eru veikir að hylja vit sín með andlitsgrímum. De Blasio hvatti þó fólk til þess að nýta hluti sem það ætti nú þegar, til að mynda trefla eða klúta, í stað þess að nota andlitsgrímur líkt og notaðar eru á sjúkrahúsum. Það gæti gert skort á hlífðarbúnaði enn alvarlegri, en New York ríki hefur farið einna verst út úr faraldrinum í Bandaríkjunum. „Þegar þú hugsar um grímur, þá hugsar þú um það sem heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðilar nota. Þeir dýrmætu birgðir sem við erum að fá, þessi hlífðarbúnaður, hann er fyrir það fólk og alla í framlínunni sem þurfa á honum að halda,“ sagði de Blasio á blaðamannafundi í dag. Nærri 240 þúsund hafa smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og mikill fjöldi þeirra smita er í New York ríki. Síðdegis í dag var 92.381 tilfelli staðfest í ríkinu og tæplega 2.500 höfðu látist. Bill de Blasio.Vísir/Getty Núverandi fjöldi öndunarvéla dugar í sex daga Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir núverandi fjölda öndunarvéla í ríkinu aðeins duga í sex daga miðað við núverandi þróun. Hann segir stöðuna alvarlega og með þessu áframhaldi muni enn fleiri láta lífið. „Ef manneskja kemur og þarf á öndunarvél að halda og þú ert ekki með öndundarvél, þá deyr viðkomandi,“ sagði Cuomo á upplýsingafundi í Albany í dag. „Það er jafnan hérna. Akkúrat núna bendir notkunin til þess að við getum aðeins sinnt þeim sem þurfa næstu sex daga.“ Ríkisstjórinn segir um það bil 2.200 öndunarvélar vera lausar í borginni og um 350 nýir sjúklingar á dag þyrftu á öndunarvél að halda. Miðað við þær tölur væru 2.200 öndunarvélar ekki lengi að fara. Á vef New York Times er haft eftir læknum í borginni að mikill skortur sé á búnaði til þess að sinna sjúklingum. Fljótlega gæti komið til þess að læknar þyrftu að taka erfiðar ákvarðanir um hver fengi aðhlynningu og hver ekki. Andrew Cuomo segir stöðuna slæma og mikil hætta sé á öndunarvélaskorti í ríkinu.Vísir/Getty Geta ekki treyst á Hvíta húsið Að sögn Cuomo ræddi hann við Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Hann sagðist vera fullviss um að ríkisstjórnin myndi gera allt sem hún gæti til þess að hjálpa, en taldi ekki líklegt að Hvíta húsið myndi bregðast við í tæka tíð. „Ég held að ríkisstjórnin sé ekki í aðstöðu til þess að útvega þann fjölda öndunarvéla sem þjóðin þarf á að halda,“ sagði Cuomo. Hann sagði ríkið vera að undirbúa óvissuáætlun og samhliða því að reyna að útvega öndunarvélar á opnum markaði. Þá væri verið að reyna að breyta svokölluðum ytri öndunarvélum til þess að þær gætu verið notaðar við meðferð COVID-19 sjúklinga. Yfir 20 þúsund heilbrigðisstarfsmenn frá öðrum ríkjum hafa boðið fram aðstoð sína í New York. Þá hafa starfsmenn komnir á eftirlaun einnig boðið fram aðstoð sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Fjöldi látinna í Bandaríkjunum hefur tvöfaldast á þremur dögum Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum. 1. apríl 2020 06:32 Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 31. mars 2020 22:56 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57
Fjöldi látinna í Bandaríkjunum hefur tvöfaldast á þremur dögum Alls eru nú fjögur þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna í landinu hefur tvöfaldast á síðustu þremur dögum. 1. apríl 2020 06:32
Þremur fjórðu Bandaríkjamanna skipað að halda sig heima Ríki Bandaríkjanna eru nú flest hver farin að grípa til aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 31. mars 2020 22:56