Hefur áhyggjur af þróuninni en er spenntur fyrir Olís-deildinni næsta vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 13:30 Eftir þrjú ár í atvinnumennsku leikur Helena Rut Örvarsdóttir í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. vísir/bára „Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
„Leiðin liggur ekki heim,“ söng Bubbi Morthens í samnefndu lagi frá 1997. Það á ekki við íslenskar landsliðskonur í handbolta en hjá þeim hefur leiðin svo sannarlega legið heim í vor. Fimm landsliðskonur, sem hafa leikið erlendis undanfarin ár, eru á heimleið og hafa samið við lið í Olís-deildinni. Birna Berg Haraldsdóttir fór til ÍBV, Mariam Eradze til Vals, Rut Jónsdóttir til KA/Þórs og í dag var greint frá því að Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru gengnar í raðir Stjörnunnar. Þá er líklegt að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir leiki á Íslandi á næsta tímabili. Íslenskir leikmenn sem leika erlendis eru því nánast teljandi á fingrum annarar handar í dag. Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, neitar því ekki að hann vilji sjá fleiri íslenska leikmenn leika erlendis. Hann segir þó að Olís-deildin verði gríðarlega sterk og spennandi á næsta tímabili. „Þetta styrkir deildina hér heima og það stefnir í eitt skemmtilegasta tímabil í langan tíma. Og því ber að fagna,“ sagði Arnar í samtali við Vísi. „Á móti kemur að þetta er visst áhyggjuefni. Það á eftir að koma í ljós hvort kórónuveirufaraldurinn hafi einhver áhrif á þetta en auðvitað vill maður sjá þessar stelpur í atvinnumennsku, í góðum liðum í bestu deildum í heimi.“ Undanfarin ár hefur íslenskum handboltakonum sem spila á hæsta getustigi fækkað. „Ég hef haft áhyggjur af þróuninni í töluverðan tíma. Í gegnum tíðina höfum átt stelpur í mjög sterkum liðum. Það hefur dregið úr því og við þurfum að koma okkur á þá braut á ný,“ sagði Arnar. Atvinnumennskan er oft ekkert sældarlíf og harkið mikið. „Auðvitað er það þannig og hefur alltaf verið þannig, sérstaklega í kvennaíþróttum. Þessar stelpur sem eru í þessu eru naglar. Eins og þær hafa flestar sagt er þetta ekkert sældarlíf og oft erfitt. Svo hjálpar ástandið ekki til. Margar af þessum stelpum voru með lausan samning,“ sagði Arnar. Fram hafði mikla yfirburði í Olís-deild kvenna á síðasta tímabili en útlit er fyrir jafnari deild næsta vetur, sérstaklega þar sem leikmennirnir sem komu heim hafa dreifst á liðin í deildinni. „Við fögnum því. Það stefnir allt í frábæra deild næsta vetur. Við erum vonandi komin með 5-6 lið sem eru mjög sterk,“ sagði Arnar. „Ég er mjög spenntur fyrir deildinni á næsta tímabili og það verður gaman að fylgjast með henni.“ Landsliðskonur sem eru komnar heim Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur Atvinnumenn erlendis Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Eva Björk Davíðsdóttir - Stjarnan Helena Rut Örvarsdóttir - Stjarnan Rut Jónsdóttir - KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV Mariam Eradze - Valur
Elín Jóna Þorsteinsdóttir - Vendsyssel (Danmörk) Thea Imani Sturludóttir - Oppsal (Noregur) Sandra Erlingsdóttir - Aalborg (Danmörk) Andrea Jacobsen - Kristianstad (Svíþjóð) Hildigunnur Einarsdóttir - Bayer Leverkusen (Þýskaland) Steinunn Hansdóttir - Gudme HK
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36 KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29 Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45 Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Tvær landsliðskonur í Stjörnuna Stjarnan hefur fengið til sín tvær landsliðskonur fyrir átökin næsta vetur. 11. maí 2020 09:36
KA staðfestir komu Rutar og Ólafs Handboltaparið Rut Jónsdóttir og Ólafur Gústafsson leika fyrir norðan næstu tvö árin. 6. maí 2020 15:29
Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. 28. apríl 2020 10:45
Birna Berg til ÍBV Eyjakonur halda áfram að safna liði fyrir átökin í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. 23. mars 2020 11:28
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita