Segja faraldurinn í Íran mun verri en opinbert sé Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 11:18 Verið að sótthreinsa götur Tehran, höfuðborgar Íran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna. Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira
Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna.
Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Sjá meira
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30