Kallar eftir björgunarpakka til fjölmiðla að fordæmi Dana Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. apríl 2020 12:10 Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur ritaði opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í morgun. Aðsend/Vísir/Vilhelm Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Fjölmiðlafræðingur segir fjölmiðla aldrei hafa verið jafnmikilvæga og nú en á sama tíma hafi reksturinn aldrei verið jafnþungur. Hún hvetur stjórnvöld til að fara að fordæmi Dana og styðja ríkulega við bakið á einkareknum fjölmiðlum í því kreppuástandi sem nú ríkir vegna kórónuveirunnar. Annars stefni í óefni. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og kennari í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, ritar í morgun á Kjarnanum opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra þar sem hún skorar á hana að styðja strax við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á hinum víðsjárverðu tímum kórónuveiru, líkt og Danir hafa gert. Sigrún telur að Íslendingar hafi aldrei verið jafnháðir fjölmiðlum og nú. „Og á sama tíma eru náttúrulega auglýsingatekjur að dragast saman, fyrirtæki eru að loka. Þannig að þetta er mikil kreppa og vandræðaástand sem ég held að þurfi virkilega að líta alvarlegum augum,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Sigrún hefur setið í stjórn norðlenska miðilsins N4 um árabil. Hún segir reksturinn hafa verið þungan í talsverðan tíma. Nú þyngist róðurinn sem aldrei fyrr. „En í staðinn fyrir að gefast upp var ákveðið að spýta í lófana og axla þá ábyrgð sem hvílir á fjölmiðlum. Og fyrirtækið hefur frekar gefið í en hitt. En hversu lengi það heldur úti, það er önnur saga.“ Sigrún hvetur ráðherra að fara að fordæmi Dana. Meirihluti náðist á danska þinginu í vikunni um björgunarpakka til fjölmiðla, sem svarar til um fjögurra milljarða íslenskra króna. „Við þurfum ekkert að finna upp hjólið. Við getum tekið þessa hugmynd frá þeim, sem þeir hafa komið í framkvæmd, og styrkja fjölmiðlana tímabundið á meðan verið er að bíða eftir þessu fjölmiðlafrumvarpi,“ segir Sigrún. „Þessir miðlar verða að fá stuðning ef þeir eiga að halda úti þetta kreppuástand sem við erum í akkúrat hér og nú.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00 Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Staða fjölmiðla er víða veik á sama tíma og vægi þeirra eykst. 2. apríl 2020 16:00
Fjögurra milljarða króna björgunarpakki til danskra fjölmiðla Pólitískur meirihluti hefur náðst um björgunarpakka í Danmörku til fjölmiðla þar í landi. Áætlaður kostnaður ríkisins er um 3,7 milljarðar íslenskra króna. Um er að ræða greiðslur vegna taps í auglýsingatekjum sem má rekja beint til kórónuveirunnar. 1. apríl 2020 23:26