Vopnahlé tekið gildi í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2020 07:08 Erdogan og Pútín í Moskvu í gær. AP/Pavel Golovkin Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Vopnahlé sem forsetar Tyrklands og Rússlands sömdu um í gær hefur tekið gildi í Idlibhéraði í Sýrlandi. Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja. Minnst 60 tyrkneskir hermenn hafa fallið í átökum og fjölmargir hafa fallið í stjórnarhernum. Átökin hafa leitt til umfangsmikils fólksflótta og valdið áhyggjum um að til átaka kæmi á milli Tyrkja og Rússa. Vopnahléið var tilkynnt eftir sex klukkustunda viðræður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu í gær. Það tók gildi á miðnætti, að staðartíma, og felur meðal annars í sér tiltekið öryggissvæði í Idlib og sameiginlegar eftirlitsferðir tyrkneskra og rússneskra hermanna. Erdogan hafði viljað að stjórnarherinn myndi hörfa úr héraðinu og gefa eftir það svæði sem hann hefur tekið frá því sóknin hófst í byrjun desember. Það fékk hann þó ekki. Eftir að viðræðunum lauk ítrekaði Erdogan að Tyrkir myndu hefna fyrir allar árásir stjórnarhersins. Fjallar ekkert um flóttafólk Samkomulagið felur ekki í sér nein ákvæði um hvað verði um þá milljón manna sem þegar hefur flúið heimili sín í Idlib og heldur til í stórum flóttamannabúðum við landamæri Tyrklands. Sérfræðingar segja ólíklegt að nokkuð samkomulag muni halda til langs tíma. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sjá einnig: Erdogan og Pútín funda í Moskvu Meðal þeirra þriggja milljóna almennu borgara sem halda til í Idlib eru tugir þúsunda vígamanna sem hliðhollir eru al-Qaeda og aðrir íslamistar sem komu víðsvegar að til að taka þátt í átökunum í Sýrlandi á undanförnum árum. Allt í allt eru þeir taldir vera um 50 þúsund talsins, samkvæmt AP fréttaveitunni. Undanfarin ár hafa þessir hópar gert samkomulag við stjórnarherinn um að hörfa undan tilteknum svæðum sem stjórnarherinn hefur tekið með hjálp Rússa. Ildib er í raun eina héraðið sem stendur þeim enn til boða. Vígamenn í sömu stöðu og borgarar Sterkasti hópurinn í Idlib er Hayat Tahrir al-Sham eða HTS. Hann er leiddur af Abu Mohammed al-Golani, sem er meðlimur í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. HTS hét áður Nusra front og var í raun deild al-Qaeda í Sýrlandi. Forsvarsmenn hópsins hafa nokkrum sinnum breytt um nöfn og halda því fram að hafa slitið tengsl við al-Qaeda. Sem þeir hafa ekki gert í alvörunni. Nú eru þeir í rauninni í svipaðri stöðu og borgararnir sem þeir hafa hrellt um árabil. Þeir eru fastir á sífellt minnkandi landskika og verða fyrir sífelldum loftárásum Rússa og stjórnarhersins. Með því vilja Assad-liðar kremja síðasta vígi uppreisnarinnar gegn forsetanum. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra.
Rússland Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi 3. mars 2020 11:31 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45