Ekki ákveðið hvort faxinn víki fyrir merki Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2020 08:16 Flugvélar Air Iceland Connect hafa Flugfélagsfaxann á stélinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu: Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Ákvörðun ráðamanna Icelandair Group um að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair hefur vakið upp þá spurningu hvort hún þýði nafnbreytingu á innanlandsfluginu og að flugvélar Air Iceland Connect verði merktar Icelandair í framhaldinu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það,“ svarar Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, spurningunni. Fokker Friendship-vél Flugleiða árið 1992, með Flugleiða F-ið blátt á stélinu. Á þessum tíma var samræmt útlit á innanlands- og millilandavélum félagsins.Mynd/Baldur Sveinsson. Í tilkynningu Icelandair í vikunni kom fram að öll meginstarfsemi félaganna yrði sameinuð, þar á meðal flugrekstrarsvið, fjármálasvið og sölu- og markaðsmál og staða framkvæmdastjóra lögð niður. Félögin yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect áfram starfsmenn þess félags. Þegar Flugleiðir fengu Fokker F-50 vélar breyttist liturinn. Stélið varð blátt og F-ið hvítt. Myndina tók Baldur Sveinsson á Akureyrarflugvelli árið 1992.Mynd/Baldur Sveinsson. Þótt nafnið „Air Iceland Connect“ hafi verið tekið upp vorið 2017 var gamla heitið „Flugfélag Íslands“ ekki formlega lagt af. Nafn lögaðilans um reksturinn hélt áfram að vera „Flugfélag Íslands ehf.“ og kennitala þess var áfram notuð. „Flugfélag Íslands“ var þá búið að vera opinbert heiti innanlandsflugsins um tuttugu ára skeið, frá árinu 1997, og þar áður á þremur félögum allt frá árinu 1919, um mislangan tíma, en lengst á árunum 1940 til 1973 þegar Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum. Gamla Flugfélagsmerkið má enn sjá á nefi DC-6 vélar á Flugsafni Íslands á Akureyri.Vísir/Tryggvi Tryggvason. Við sameininguna var nafnið „Flugleiðir“ tekið upp og færðist það einnig yfir á innanlandsflugið en Icelandair varð alþjóðlegt heiti félagsins. Flugfélagsmerkið vængjaði hesturinn, eða faxinn, vék þá fyrir nýju merki Flugleiða, bókstafnum F, sem stílfærður var sem blaktandi veifa. Það hefur síðan lifað áfram sem merki Icelandair, þó með litabreytingu úr bláu yfir í gyllt. Verður þetta framtíðarútlit innanlandsflota Icelandair? Þristurinn Páll Sveinsson á flugi yfir Akranesi sumarið 2017 með gyllta F-ið á stélinu. Flugvélin hét áður Gljáfaxi þegar hún var í innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Faxinn komst aftur á stél innanlandsflotans þegar Flugfélagsnafnið var endurvakið árið 1997 og hefur haldið áfram sem merki Air Iceland Connect, þótt nafnið „Flugfélag Íslands“ hafi vikið af búk flugvélanna. Það gerðist þegar ráðamenn félagsins töldu þörf á alþjóðlegra nafni fyrir þremur árum við nýja sókn á erlenda markaði með áætlunarflugi til Skotlands og Norður-Írlands, sem svo reyndist skammvinnt. En núna er spurningin: Lifir faxinn áfram á stéli innanlandsflotans eða víkur hann fyrir merki Icelandair? Hér geta menn ímyndað sér hvernig merki Icelandair liti út í innanlandsfluginu:
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Sameina Icelandair og Air Iceland Connect og segja Birni upp störfum Forsvarsmenn Icelandair Group hafa ákveðið að sameina hin ýmsu svið félaganna og segja upp framkvæmdastjóra Iceland Travel. 31. mars 2020 11:57