Ólíklegt að útgöngubanni verði aflétt fyrr en í lok maí Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:43 Getty/Leon Neal Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Útgöngubann var sett á þann 23. mars síðastliðinn og eru því nærri allir staðir þar sem fólk kemur saman lokaðir, þar á meðal veitingastaðir, barir og nærri allar búðir. Fólki er ekki heimilt að yfirgefa heimili sín nema í brýnustu nauðsyn. Bannið var sett á í von um að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu en nærri 40 þúsund smit hafa verið staðfest og 3.605 hafa látist vegna veirunnar. Einhverjir sérfræðingar telja að langtímaáhrif faraldursins á efnahagskerfið muni verða fleirum að bana í framtíðinni. „Við viljum í það minnsta tryggja að í lok maí getum við slakað á þessum hömlum, einblínt meira á tækni og að skima fyrir veirunni í stað þess að allt sé lokað eins og nú,“ sagði Neil Ferguson, prófessor í stærðfræðilegri líffræðivið Imperial háskólann í London, í samtali við BBC. Til að byrja með var nálgun breskra stjórnvalda á vandamálið mjög afslöppuð en eftir að spálíkan Ferguson sýndi að allt að 250 þúsund Breta gætu látist úr faraldrinum breytti Boris Johnson, forsætisráðherra, um stefnu og herti aðgerðir til muna. Eftir að aðgerðir voru hertar hefur skortur á öndunarvélum og vanbúnaður til að raðgreina einstaklinga verið helsti Akkilesarhæll baráttunnar gegn veirunni í Bretlandi. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Graham Medley einn helsti sérfræðingur Bretlands í sóttfræðum, sagði að hann hræddist það að Bretland hafi málað sig upp við vegg og engin skýr útgönguleið eða áætlun væri til staðar. Þá sagðist hann hræðast það að fjárhagur og heilsa margra Breta myndi fara í vaskinn vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Nærri ein milljón hefur sótt um atvinnuleysisbætur á aðeins tveimur vikum í Bretlandi og sýna tölfræðigögn fram á það að efnahagur Bretlands verði í kjölfarið verr staddur en í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46 Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54 Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar um tæpan fjórðung í Bretlandi 684 hafa dáið vegna Covid-19 í Bretlandi á undanförnum sólarhring og er heildarfjöldi látinna nú í 3.605. Fjöldi látinna hefur verið að aukast síðustu daga og hefur aldrei verið hærri, eða 23 prósent. 3. apríl 2020 14:46
Bretar opna stærstu gjörgæslu heims tveimur vikum eftir að vinna hófst Bretar munu í dag opna nýjan spítala sem er sérstaklega ætlaður til meðferðar á sjúklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 08:54
Karl Bretaprins við góða heilsu Karl Bretaprins segist hafa fengið væg einkenni kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum en sé nú við góða heilsu. 1. apríl 2020 19:46
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent