Neita að draga morðákæru á hendur rússnesku systrunum til baka Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2020 08:36 Angelina Khachaturyan mætir fyrir dómara í Moskvu í september 2018. Getty Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast. Rússland Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Rannsakendur rússneskra lögregluyfirvalda hafa neitað að draga morðákæru á hendur þremur rússneskum systrum, sem grunaðar eru um að hafa drepið ofbeldisfullan föður sinn, til baka. Óvissa er um framhald málsins sem vakið hefur mikla athygli í landinu. Saksóknaraembættið komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Khachaturyan-systurnar hafi þurft að þola langvarandi líkamlegt og kynferðislegt ofbaldi af hálfu föður síns. Því væri rétt að líta á drápið sem „nauðsynlega sjálfsvörn“. Almennt hafði verið litið á að með því væri málinu líklegast lokið, en einn verjandi kvennanna segir nú að rannsakendur hafi hafnað afstöðu saksóknara. Beittu hníf, hamri og piparúða Khachaturyan-systurnar, þær Maria, Angelina og Krestina, stungu 57 ára gamlan föður sinn til bana í júlí 2018 þar sem hann lá sofandi, en systurnar voru þá sautján, átján og nítján ára gamlar. Sjá einnig:Gætu fellt niður morðákæru á hendur rússneskum systrum Beittu þær hnífi, hamri og piparúða í árásinni, en faðirinn hafði þá beitt systurnar ofbeldi og misnotað þær kynferðislega um árabil. Sögðu þær einnig að hann hafi oft haldið þeim föngnum á heimilinu í langan tíma í senn. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi síðustu ár.Getty Gætu átt yfir höfðu sér tuttugu ára dóm Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og beint sjónum að stöðu kvenna og hvaða úrræði væru í boði fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims. Vegna málsins hefur mikið verið þrýst á að herða viðurlög vegna heimilsofbeldis í landinu. Tvær elstu systurnar gætu átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi vegna drápsins, fari svo að málið fari fyrir dóm. Systurnar dvelja nú á ólíkum stöðum, eru frjálsar ferða sinna, en þeim er hins vegar meinað að ræða hver við aðra, við fjölmiðla eða aðra sem málinu tengjast.
Rússland Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira