Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 10:00 Garpur Elísabetarson hefur síðustu 12 daga ferðast hringinn í kringum Ísland, aleinn á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt. Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt.
Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira