Erlendir nemendur á óvissutímum Derek Terell Allen skrifar 14. maí 2020 15:31 Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra lögðu til alls kyns lausnir settar fram í þeim tilgangi að bæta fjárhag stúdentaþar á meðal sköpun yfir 3.000 starfa, vaxtalausa greiðsludreifingu skrásetningargjalda, og fimmfaldað umfang Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þó svo að stúdentar fagni þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar eru vonbrigði að frumvarp er varðar rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hafi ekki verið samþykkt. Hagsmunafélög stúdenta hafa tekið undir mikilvægi þess að stúdentar hafi rétt á atvinnuleysisbótum til að tryggja þeim fjárhagslegt öryggi, en hvað ef bætur af þessu tagi myndu ekki vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á Íslandi? Réttur erlendra nemenda til atvinnuleysisbóta er takmarkaður, sérstaklega ef þeir koma til landsins frá löndum sem ekki eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt námsmannaleyfi frá Útlendingastofnun er erlendum háskólanemum hvorki heimilt að vinna meira en því sem nemur 40% starfshlutfalli né vinna sjálfstætt. Vegna þessara takmarkana eru þeir þegar útilokaðir frá því að geta þegið atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun þar sem þær eru aðeins gefnar ef starfshlutfall hefur verið að minnsta kosti 50%. Einnig ber að horfa til framfærslu erlendra nemenda en þeir eiga að hafa að minnsta kosti 189.875 kr. á mánuði samkvæmt reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Námsmannaleyfi eru veitt annað hvort í sex mánuði eða eitt ár sem þýðir að erlendir námsmenn verða að eiga u.þ.b. 1.140.000 kr. til þess að eiga kost á dvalarleyfi. Það er nær ómögulegt fyrir erlenda nemendur að þéna því sem nemur þessari fjárhæð þegar þeim er aðeins heimilt að vinna 15 klukkustundir á viku en það eru u.þ.b. 8 vaktir á mánuði. Erfitt er að finna atvinnurekanda sem er fús til að ráða einstakling til vinnu sem sætir slíkum hömlum á atvinnufrelsi. Þessar aðstæður valda því að enn erfiðara verður fyrir erlenda nemendur að öðlast íslenskan ríkisborgararétt í framtíðinni. Til þess að öðlast ríkisborgararétt verður maður að vera með “trygga framfærslu” samkvæmt Útlendingastofnun. Reglurnar sem kveða á um “trygga framfærslu” eru tiltölulega óskýrar. Sem dæmi má nefna að heimilt er að þiggja atvinnuleysisbætur en ekki hafa þegið “félagslega aðstoð” frá ríkinu síðast liðin þrjú ár. Ef atvinnuleysisbætur eru ekki félagsleg aðstoð hvað telst þá til félagslegrar aðstoðar? Jafnframt er heimilt að þiggja húsaleigubætur án þess að seinka réttindum að ríkisborgararétti. Hvers vegna eru húsaleigubætur heimilar og hvernig væri hægt að tryggja að atvinnuleysisbætur verði einnig heimilaðar? Tilvera erlendra nema á Íslandi einkennist af óvissu, einkum þegar skoðuð er fjárhagsleg staða okkar í heild. Ég tel að gera megi betur hvað varðar þessi mál. Hlutfall erlendra háskólanema er um 10% innan Háskóla Íslands (1300 stúdentar). Við vinnum og borgum skatta hér á landi eins og innfæddir Íslendingar. Er okkar fjárhagur ekki jafn mikils virði og innfæddra? Nú eru erlendir nemar í erfiðri stöðu í kjölfar heimsfaraldursins. Við þurfum einnig á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Er gert ráð fyrir því að við höfum fjárhagslegt bakland í okkar heimalöndum? Eins og íslenskir nemendur vita, þá er ríkisborgararéttur í tilteknu ríki ekki staðfesting á fjárhagslegri aðstoð frá viðkomandi ríki. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Þó svo að jákvæðar aðgerðir séu á döfinni er það nauðsynlegt að stjórnvöld sem og nemendafulltrúar hugsi um alla háskólanemendur landsins þegar næstu skref eru tekin. Það er ekki vilji okkar að sitja á hakanum og fá fjármagn úr ríkissjóða fyrir ekki neitt ef vitnað er til Ásmundars Einars félags- og barnamálaráðherra. Við viljum leggja okkar að mörkum við að byggja upp þetta frábæra samfélag sem við búum í og krefjumst jafnréttis til náms og atvinnu. Höfundur er núverandi útgáfustjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta og verðandi jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Derek T. Allen Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þann 13. maí 2020 var aðgerðapakki í þágu stúdenta kynntur þar sem fjárhagslegt öryggi háskólanema hefur verið mikið í umræðunni í ljósi heimsfaraldursins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundar Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra lögðu til alls kyns lausnir settar fram í þeim tilgangi að bæta fjárhag stúdentaþar á meðal sköpun yfir 3.000 starfa, vaxtalausa greiðsludreifingu skrásetningargjalda, og fimmfaldað umfang Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Þó svo að stúdentar fagni þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar eru vonbrigði að frumvarp er varðar rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hafi ekki verið samþykkt. Hagsmunafélög stúdenta hafa tekið undir mikilvægi þess að stúdentar hafi rétt á atvinnuleysisbótum til að tryggja þeim fjárhagslegt öryggi, en hvað ef bætur af þessu tagi myndu ekki vera aðgengilegar fyrir alla nemendur á Íslandi? Réttur erlendra nemenda til atvinnuleysisbóta er takmarkaður, sérstaklega ef þeir koma til landsins frá löndum sem ekki eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt námsmannaleyfi frá Útlendingastofnun er erlendum háskólanemum hvorki heimilt að vinna meira en því sem nemur 40% starfshlutfalli né vinna sjálfstætt. Vegna þessara takmarkana eru þeir þegar útilokaðir frá því að geta þegið atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun þar sem þær eru aðeins gefnar ef starfshlutfall hefur verið að minnsta kosti 50%. Einnig ber að horfa til framfærslu erlendra nemenda en þeir eiga að hafa að minnsta kosti 189.875 kr. á mánuði samkvæmt reglugerð um útlendinga nr. 540/2017. Námsmannaleyfi eru veitt annað hvort í sex mánuði eða eitt ár sem þýðir að erlendir námsmenn verða að eiga u.þ.b. 1.140.000 kr. til þess að eiga kost á dvalarleyfi. Það er nær ómögulegt fyrir erlenda nemendur að þéna því sem nemur þessari fjárhæð þegar þeim er aðeins heimilt að vinna 15 klukkustundir á viku en það eru u.þ.b. 8 vaktir á mánuði. Erfitt er að finna atvinnurekanda sem er fús til að ráða einstakling til vinnu sem sætir slíkum hömlum á atvinnufrelsi. Þessar aðstæður valda því að enn erfiðara verður fyrir erlenda nemendur að öðlast íslenskan ríkisborgararétt í framtíðinni. Til þess að öðlast ríkisborgararétt verður maður að vera með “trygga framfærslu” samkvæmt Útlendingastofnun. Reglurnar sem kveða á um “trygga framfærslu” eru tiltölulega óskýrar. Sem dæmi má nefna að heimilt er að þiggja atvinnuleysisbætur en ekki hafa þegið “félagslega aðstoð” frá ríkinu síðast liðin þrjú ár. Ef atvinnuleysisbætur eru ekki félagsleg aðstoð hvað telst þá til félagslegrar aðstoðar? Jafnframt er heimilt að þiggja húsaleigubætur án þess að seinka réttindum að ríkisborgararétti. Hvers vegna eru húsaleigubætur heimilar og hvernig væri hægt að tryggja að atvinnuleysisbætur verði einnig heimilaðar? Tilvera erlendra nema á Íslandi einkennist af óvissu, einkum þegar skoðuð er fjárhagsleg staða okkar í heild. Ég tel að gera megi betur hvað varðar þessi mál. Hlutfall erlendra háskólanema er um 10% innan Háskóla Íslands (1300 stúdentar). Við vinnum og borgum skatta hér á landi eins og innfæddir Íslendingar. Er okkar fjárhagur ekki jafn mikils virði og innfæddra? Nú eru erlendir nemar í erfiðri stöðu í kjölfar heimsfaraldursins. Við þurfum einnig á aðstoð að halda á þessum erfiðu tímum. Er gert ráð fyrir því að við höfum fjárhagslegt bakland í okkar heimalöndum? Eins og íslenskir nemendur vita, þá er ríkisborgararéttur í tilteknu ríki ekki staðfesting á fjárhagslegri aðstoð frá viðkomandi ríki. Hvers vegna ætti það að vera öðruvísi hér á landi? Þó svo að jákvæðar aðgerðir séu á döfinni er það nauðsynlegt að stjórnvöld sem og nemendafulltrúar hugsi um alla háskólanemendur landsins þegar næstu skref eru tekin. Það er ekki vilji okkar að sitja á hakanum og fá fjármagn úr ríkissjóða fyrir ekki neitt ef vitnað er til Ásmundars Einars félags- og barnamálaráðherra. Við viljum leggja okkar að mörkum við að byggja upp þetta frábæra samfélag sem við búum í og krefjumst jafnréttis til náms og atvinnu. Höfundur er núverandi útgáfustjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta og verðandi jafnréttisfulltrúi Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar