Johnson í stöðugu ástandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 16:48 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Matt Dunham Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í stöðugu ástandi á gjörgæslu. Hann var fluttur þangað í gær eftir að veikindi hans vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, versnuðu töluvert. Johnson er ekki í öndunarvél og er vakandi. Þá er hann ekki með lungnabólgu en hann fór fyrst á sjúkrahús á sunnudaginn. Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið. Alls hafa minnst 6.159 dáið, samkvæmt frétt BBC. Dominic Raab, utanríkisráðherra, leiðir ríkisstjórn Bretlands á meðan Johnson er á sjúkrahúsi og segist hann fullur vonar um að Johnson jafni sig, enda sé hann „baráttumaður“. "He's not just our boss, he's also a colleague, he's also our friend."Foreign secretary, @DominicRaab says he is confident the PM will pull through as "he's a fighter".Read the latest updates on #coronavirus: https://t.co/OsvzGs2hf6 pic.twitter.com/pw50qu3fbn— SkyNews (@SkyNews) April 7, 2020 Útgöngubann er í gildi á Bretlandi og á það að gilda þar til í næstu viku. Samkvæmt frétt Reuters er þó umræða í ríkisstjórninni um að framlengja bannið enn frekar og tryggja félagsforðun lengur. Vísbendingar eru um að fólk hafi nýtt sér gott veður undanfarinna daga og brotið gegn reglunum. Johnson hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa gripið seint til aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þann 3. mars, degi eftir að vísindamenn sem ráðleggja ríkisstjórninni sögðu allt að hálfa milljón Breta gætu dáið, var Johnson glaðlyndur og sagði Bretland einstaklega vel undirbúið fyrir nokkurs konar faraldur. Hann grínaðist einnig með að hann væri enn að taka í hendur fólks. Rannsókn Reuters hefur þó leitt í ljós að þrátt fyrir að vísindamenn hefðu sífellt meiri áhyggjur af stöðunni, drógu þeir sem ráðlögðu ríkisstjórn Johnson fæturna í að lýsa yfir áhyggjum sínum. Það var ekki fyrr en í mars að ráðgjafaráðið lagði það til að gripið yrði til félagsforðunar. Viðmælendur Reuters segir sérfræðingana hafa óttast að Bretar myndu ekki sætta sig við útgöngubann og aðrar takmarkanir á frelsi þeirra. Þar að auki var ekki hafinn undirbúningur fyrir umfangsmikla skimun eftir sjúkdómnum í Bretlandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira